Northern Wave Festival hefst í dag í Grundarfirði

 

Verðlaunagripir síðasta árs á Northern Wave hátíðinni.
Verðlaunagripir síðasta árs á Northern Wave hátíðinni.

The Northern Wave International Film Festival hefst í dag og stendur til sunnudagskvölds í Grundarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Sýndar verða rúmlega 90 stuttmyndir og heimildamyndir frá um 40 löndum auk slatta tónlistarmyndbanda. Auk þess er boðið uppá fjölda viðburða; tónleika, fyrirlestra og síðast en ekki síst hina vinsælu fiskisúpukeppni Grundfirðinga.

Dögg Mósesdóttir stýrir hátíðinni. Í aðaldómnefnd hátíðarinnar sitja að þessu sinni Silja Hauksdóttir leikstóri (Dís, Ástríður, Stelpurnar), Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri (Á annan veg) og Margaret Glover handritshöfundur.

Í dómnefnd tónlistarmyndbanda eru þeir Benedikt Reynisson sem hefur starfað m.a. fyrir Airwaves, Gogoyoko og hjá útvarpsstöðinni KEXP og Jim Beckmann starfsmaður KEXP.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR