Streams: evrópsk kvikmyndahátíð á netinu hefst í dag á Icelandic Cinema Online

streams 2013Í dag hefst Streams, evrópsk kvikmyndahátíð á netinu. Hátíðin er samtímis í 9 löndum og haldin hér á landi í fyrsta skipti. Hægt að horfa á myndir hátíðarinnar á Icelandic Cinema Online frá  15. nóvember til 15. desember 2013.

Sýningaraðilar hátíðarinnar eru níu VoD vefir í Evrópu; UniversCiné (Frakkland), Flimmit (Austurríki), Volta (Írland), leKino.ch (Sviss), Filmin (Spánn), UniversCiné.be (Belgíu), Netcinema (Búlgaría), Icelandic Cinema Online (Ísland) og Good!Movies (Þýskalandi).

Framlag Íslands á hátíðinni er XL eftir Marteinn Þórsson. Hún mun keppa við aðrar myndir á hátíðinni um bestu myndina og eru verðlaunin 3.500 evrur. Einn frá hverju aðildarlandi er skipaður í dómnefnd, Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri Bíó Paradísar situr í nefndinni fyrir hönd Icelandic Cinema Online.

Þessi einstaka kvikmyndahátíð á netinu mun sýna 16 nýlegar evrópskar kvikmyndir. sem hafa ýmist ekki verið frumsýndar fyrir utan heimalandið eða eru ennþá að ferðast á milli kvikmyndahátíða. Markmið hátíðarinnar er að kynna fyrir kvikmyndaaðdáendum nýja evrópska leikstjóra og bjóða upp á nýjar dreifileiðir fyrir evrópskt kvikmyndaefni.

Myndirnar sem sýndar verða á Streams 2013 eru :

  • Shelter (Podslon), by Dragomir Sholev, Comedy / Drama, 2010, Bulgaria
  • Love.net, by Ilian Djevelekov, Drama / Romance, 2011, Bulgaria
  • Entre les bras, Paul Lacoste, Documentary, 2011, France
  • Chercher le garçon, Dorothée Sebbagh, Drama, 2012, France
  • Nice Guy, Pascal Bergamin, 2011, Drama, Switzerland
  • Mary & Johnny, Samuel Schwarz & Julian Grünthal, Drama, 2011, Switzerland
  • Otel-lo, Hammudi Al-Rahmoun, Drama, 2012, Spain
  • Enxaneta, Alfonso Amador, Drama, 2012, Spain
  • Mama Illegal, Ed Moschitz, Documentary, 2011, Austria
  • Anfang 80, Sabine Hiebler & Gerhard Ertl, Drama, 2011, Austria
  • De leur vivant, Géraldine Doignon, Drama, 2012, Belgium
  • Leg ihn um, Jan Schütte, Comedy, 2012, Germany
  • Kleine Verbrechen (Small Crime), Christos Georgiou, Comedy, 2008, Germany
  • Silence, Pat Collins, Documentary, 2012, Ireland
  • Tim Robinson: Connemara, Pat Collins, Documentary, 2012, Ireland
  • XL, Martein Thorsson, Drama, 2013, Iceland

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um hverja mynd fyrir sig inn hér.

Hátíðin er skipulögð af European Federation of Independent Cinema Video on Demand Platforms, EuroVoD– sem eru samevrópsk samtök sjálfstæðra VoD vefsíða (platforms) í Evrópu. Samtökin voru stofnuð var árið 2010. Þátttakendur í hátíðinni eru allir meðlimir í samtökunum sem eru þau stærstu í Evrópu. Icelandic Cinema Online gekk í samtökin fyrr á þessu ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR