HeimEfnisorðThe Northern Wave International Film Festival

The Northern Wave International Film Festival

Skjaldborg og Northern Wave tilnefndar til Eyrarrósarinnar

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynd og Northern Wave International Film Festival eru báðar tilnefndar til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.

Framtíðin er á Northern Wave

Atli Sigurjónsson fór á Northern Wave hátíðina um síðustu helgi og segir meðal annars um hana: "Hátíðin er kærkomin viðbót í íslenska kvikmyndamenningu og vonandi mun hún lifa um ókomin ár en það er líka vonandi að hún stækki ekki mikið meira, smæð hennar er að stóru leyti það sem gefur henni sinn sjarma."

Northern Wave hátíðin haldin um helgina

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í sjöunda sinn á Grundarfirði á Snæfellsnesi um næstu helgi. Boðið er uppá fjölbreytt úrval stuttmynda, fiskiveislu, tónleika, fyrirlestra og fleira.

Opnað fyrir umsóknir á Northern Wave hátíðina í byrjun maí

Northern Wave International Film Festival fer fram á Grundarfirði helgina 17.-19. október næstkomandi. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun maí en skilafrestur er til 1.júlí næstkomandi.

„Ástarsaga“ og „Raffael’s Way“ verðlaunaðar á Northern Wave Festival

Stuttmyndirnar Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Raffael's Way eftir Alessandro Falco verðlaunaðar ásamt tónlistarmyndbandinu Echoes með hljómsveitinni Who Knew í leikstjórn Einars Baldvins Arasonar.

Northern Wave Festival hefst í dag í Grundarfirði

The Northern Wave International Film Festival hefst í dag og stendur til sunnudagskvölds í Grundarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Sýndar verða rúmlega 90 stuttmyndir og heimildamyndir frá um 40 löndum auk slatta tónlistarmyndbanda.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR