“Ástarsaga” og “Raffael’s Way” verðlaunaðar á Northern Wave Festival

northern Wave poster 2013The Northern Wave International Film Festival fór fram í Grundarfirði um helgina. Sýndar voru yfir 90 stutt- og heimildamyndir frá yfir 40 löndum, auk fjölda alþjóðlegra tónlistarmyndabanda. Eftirtaldar myndir hlutu verðlaun:

Verðlaun í flokki alþjóðlegra stuttmynda: La strada di Raffael (Raffael’s Way) eftir Alessandro Falco.

Verðlaun í flokki íslenskra stuttmynda: Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur.

Verðlaun í flokki tónlistarmyndbandaEchoes með hljómsveitinni Who Knew, leikstjóri er Einar Baldvin Arason.

Í aðaldómnefnd hátíðarinnar sátu að þessu sinni Silja Hauksdóttir leikstóri (Dís, Ástríður, Stelpurnar), Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri (Á annan veg) og Margaret Glover handritshöfundur. Í dómnefnd tónlistarmyndbanda voru þeir Benedikt Reynisson sem hefur starfað m.a. fyrir Airwaves, Gogoyoko og hjá útvarpsstöðinni KEXP og Jim Beckmann starfsmaður KEXP.

Athugasemdir

álit

Tengt efni