Heim Fréttir "Valið" komin í 146% á Karolinafund

„Valið“ komin í 146% á Karolinafund

-

Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir mynd um heimafæðingar.
Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona gerir mynd um heimafæðingar.

Valið, heimildamynd Daggar Mósesdóttur um heimafæðingar, hefur að undanförnu leitað stuðnings á Karolinafund fjárframlagavefnum. Nú eru aðeins þrír dagar eftir til að styðja heimildarmyndina en hún er komin upp í 146% af takmarkinu. Dögg segir á Facebook síðu sinni að upphæðin sé aðeins brot af framleiðslukostnaðnum og því meira sem komi inn, því betra fyrir myndina. Hún segist jafnframt óska eftir einni heimafæðingu í viðbót til að mynda, til að gefa góða og raunsæja mynd af heimafæðingarferlinu.

Valið á Karolinafund. 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.