spot_img
HeimKvikmyndasafn ÍslandsBíótekið, ný sýningaröð Kvikmyndasafnsins í Bíó Paradís

Bíótekið, ný sýningaröð Kvikmyndasafnsins í Bíó Paradís

-

Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís munu standa fyrir nýrri sýningaröð á klassískum íslenskum og norrænum kvikmyndum seinni hluta vetrar undir heitinu Bíótekið. Á eftir sýningu hverrar myndar standa sérfræðingar og aðstandendur myndanna fyrir umræðum með þátttöku gesta. Fyrsti viðburðurinn verður 9. janúar og verða þeir mánaðarlega fram á vor.

Segir um þetta á vef Bíó Paradísar:

Sýndar verða valdar íslenskar og norrænar kvikmyndir í Bíó Paradís einn sunnudag í hverjum mánuði, frá 9. janúar, til 3. apríl.

Boðið verður upp á sérstaka viðburði, fræðslu og spjall í tengslum við þær kvikmyndir sem sýndar verða. Nánari upplýsingar verður að finna á samfélagsmiðlum og heimasíðum; bioparadis.is og kvikmyndasafn.is.

Miðaverð er 1.000.- krónur. Upplýsingar um myndirnar og miðasala eru aðgengilegar hér neðar á síðunni.

DAGSKRÁ

FUCKING ÅMÅL
Frumýnd 9. Janúar 2022
ATÓMSTÖÐIN
Frumýnd 9. Janúar 2022
JAG ÄR NYFIKEN – GUL
Frumýnd 9. Janúar 2022
PUSHER
Frumýnd 6. Febrúar 2022
HÚSIÐ
Frumýnd 6. Febrúar 2022
NATTEVAGTEN
Frumýnd 6. Febrúar 2022
SAUNA
Frumýnd 6. Mars 2022
TILBURY
Frumýnd 6. Mars 2022
HVÍTA HREINDÝRIÐ
Frumýnd 6. Mars 2022
OSLO, 31 AUGUST
Frumýnd 3. Apríl 2022
INGALÓ
Frumýnd 3. Apríl 2022
UNG FLUKT
Frumýnd 3. Apríl 2022

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR