Hvernig Markelsbræður fundu leið að settu marki

Þorkell, Laddi og Marinó á frum­sýn­ingu Ömmu Hófí í júlí. (mynd: mbl.is/​Dí­ana Júlí­us­dótt­ir)

Helgi Snær Sigurðsson hjá Morgunblaðinu ræðir við Þorkel Harðarson um velgengni Síðustu veiðiferðarinnar og Ömmu Hófí, sem og frekari fyrirætlanir þeirra Markelsbræðra.

Segir í inngangi:

Kvik­mynd­irn­ar, Amma Hófí og Síðasta veiðiferðin, hafa sam­an­lagt lokkað um 54 þúsund manns í bíó, álíka marga og sáu all­ar þær ís­lensku mynd­ir sem voru í bíó í fyrra en þær voru 16 tals­ins.

Rætt er við Þor­kel í nýj­asta þætti kvik­mynda­hlaðvarps­ins BÍÓ og fór sam­talið fram á taí­lensk­um veit­ingastað eins og heyra má glöggt und­ir lok sam­tals­ins.

„Við erum bún­ir að vinna í þess­um bransa frá því á síðustu öld og vor­um alltaf að vinna fyr­ir aðra í gamla daga, mikið fyr­ir Friðrik Þór og fleiri, vor­um svona þræl­ar í þess­um mynd­um að halda á þung­um hlut­um fyr­ir ákv­arðana­fælið fólk á skrítna staði á furðuleg­um tíma sól­ar­hrings­ins, það er kvik­mynda­gerð í hnot­skurn,“ seg­ir Þorkell. „Þá sáum við hvernig þess­ar mynd­ir voru gerðar og hvað væri að fara í súg­inn, að okk­ar mati. Þannig að við fund­um það út að ef við sleppt­um óþarf­an­um væri hægt að gera mynd á miklu hag­kvæm­ari hátt,“ seg­ir Þorkell.

Þeir Örn bjuggu til mód­el út frá þess­ari reynslu sinni, seg­ir Þorkell, eða aðferð við að búa til kvik­mynd­ir. „Mód­elið snýst um að þú ger­ir mynd af ákveðnum toga á ákveðinn hátt og hluti af mód­el­inu er að þú kem­ur fólk­inu á ákveðinn stað – eins og til dæm­is í Síðustu veiðiferðinni, þá kom­um við því í veiðikof­ann – og í kring­um veiðikof­ann og í ánni og út frá þess­um sentral punkti þá ger­um við út, skjót­um mynd­ina. Það þýðir að þú ert ekki að eyða dýr­mæt­um tíma með fólk á laun­um í að keyra lands­horna á milli,“ seg­ir Þorkell.

Víðar er komið við í sam­tal­inu eins og heyra má í hlaðvarpsþætt­in­um hér fyr­ir neðan.

Sjá nánar hér: Fundu leið að settu marki

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR