HeimFréttir"Tryggð" til Gautaborgar

„Tryggð“ til Gautaborgar

-

Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur hefur verið valin á Nordic Lights hluta Gautaborgarhátíðarinnar sem fram fer dagana 25. janúar – 4. febrúar.

Myndin, sem byggð er á skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Tryggðapanti, segir frá Gísellu Dal sem fær tvær erlendar konur til þess að leigja hjá sér til að ná endum saman. Fyrst um sinn gengur sambúðin vel, en með tímanum fara menningarárekstrar að krauma upp á yfirborðið sem ógna valdi Gísellu, geði hennar og sjálfsmynd.

Með helstu hlutverk fara Elma Lísa Gunnarsdóttir, Enid Mbabazi , Raffaella Brizuela Sigurðardóttir og Claire Kristinsdóttir. Ásthildur skrifar einnig handrit og framleiðir myndina ásamt Evu Sigurðardóttur hjá Askja Films.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR