HeimEfnisorðCannes 2017

Cannes 2017

Konur, kvikmyndir og Cannes: Tími jafnaðar er framundan

Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, var á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum og sótti þar meðal annars máþing um konur og kvikmyndagerð sem haldið var af Sænsku kvikmyndastofnunni og WIFT Nordic. Hún birtir hér hugleiðingar sínar um málþingið og efni þess.

Anton Máni, framleiðandi á ferð og flugi 

Anton Máni Svansson framleiðandi, sem var einn þátttakenda í Producers on the Move verkefninu í Cannes, ræðir við Morgunblaðið um reynslu sína og verkefnin framundan. Fram kemur í viðtalinu að Hjartasteinn hafi nú selst til yfir 50 landa og að næsta verkefni hans verði íslenskur spennutryllir í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.

„Lói“ flýgur ekki einn

Gengið hefur verið frá sölu á teiknimyndinni Lói - þú flýgur aldrei einn til alls 63 landa, en myndin seldist vel á nýafstaðinni Cannes hátíð.

„Vargur“ Barkar Sigþórssonar kynnt í Cannes

RVK Studios kynnir Varg Barkar Sigþórssonar fyrir kaupendum á yfirstandandi Cannes hátíð. Myndin er í eftirvinnslu. Screen segir frá og birtir jafnframt fyrsta rammann úr myndinni.

[Kitla] „Lói – þú flýgur aldrei einn“ kynnt í Cannes, hefur selst til um 60 landa

Teikinimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn verður kynnt kaupendum í Cannes nú í vikunni. ARRI Media International, sem annast sölu myndarinnar á heimsvísu, hefur tilkynnt um þrjár sölur nú á hátíðinni og hefur þá myndin verið seld til um 60 landa.

Anton Máni Svansson valinn til þátttöku á Producers on the Move á Cannes

Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures, framleiðandi Hjartasteins og meðframleiðandi Vetrarbræðra, hefur verið valinn í Producers on the Move verkefnið sem fram fer í Cannes síðar í maí.

Screen telur „Svaninn“, „Undir trénu“ og „Vetrarbræður“ koma til greina á Cannes

Screen fer yfir þær myndir sem miðillinn telur líklegar til að taka þátt í Cannes hátíðinni í maí. Meðal myndanna eru Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem er dönsk/íslensk samframleiðsla.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR