„Ófærð“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

trapped-ofaerdÓfærð er meðal 26 evrópskra þáttaraða sem hljóta tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. Verðlaunaafhendingin fer fram síðla októbermánaðar.

Prix Europa verðlaunin eru veitt fyrir bæði sjónvarps- og hljóðvarpsefni, auk efnis á netinu. Þau voru stofnuð 1987 og eru sameiginlegt verkefni EBU (Sambands evrópskra útvarpsstöðva), Evrópuráðsins, Evrópusambandsins og flestra stærstu almannaútvarpsstöðva Evrópu.

Þess má og geta að önnur syrpa þáttaraðarinnar Ástríðar var tilnefnd til þessara verðlauna 2014 og þriðja syrpa Pressu 2013.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR