„Hrútar“ vinnur í Gimli, sýnd í Nýja-Sjálandi

Útibíó í Gimli í júlí síðastliðnum.
Útibíó í Gimli í júlí síðastliðnum.

Hrútar Gríms Hákonarsonar vann á dögunum sín 29. alþjóðlegu verðlaun, en hún var valin besta mynd Gimli Film Festival sem lauk 24. júlí í Manitoba, Kanada. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Nýja-Sjálandi en fyrir skemmstu var hún sýnd í aströlskum kvikmyndahúsum við góðan orðstí.

Hér er lofsamleg umsögn frá ný-sjálenskum miðli.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR