Heim Bransinn Kvikmyndahúsum fækkað um helming á tuttugu árum

Kvikmyndahúsum fækkað um helming á tuttugu árum

-

bíódagar-bíósalur
Rammi úr Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Fjöldi kvikmyndahúsa á landinu hefur dregist saman um helming síðan árið 1995. Íslendingar fóru mun meira í bíó í hruninu. Að meðaltali eru um 14 myndir frumsýndar í hverjum mánuði.

Kjarninn skýrir frá:

Kvik­mynda­húsum á land­inu hefur fækkað um helm­ing síðan árið 1995. Þá voru 31 kvik­mynda­hús á land­inu en í dag eru þau 16. Ekki hefur fækkað neitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu 20 ár, en öllum þeim kvik­mynda­húsum sem hefur verðið lokað eru á lands­byggð­inni. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 25 kvik­mynda­hús utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins árið 1995 en nú eru þau ein­ungis níu. Nýj­ustu tölur Hag­stof­unnar eru frá árinu 2014, en Alfreð Ásberg Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bíó­anna, útveg­aði nýrri töl­ur.

Hann segir að breyt­ing á tækni­bún­aði, sem varð árið 1995, um textun á kvik­myndum hafi gert lands­byggð­inni erf­ið­ara fyrir að fylgja því eftir vegna kostn­að­ar.

„Árið 2003 kom svo digital­væð­ing­in, sem var kost­aði líka sitt, og gerði smærri kvik­mynda­húsum á land­inu erfitt fyr­ir,“ segir Alfreð við Kjarn­ann. „En bíó­húsin á lands­byggð­inni stand­ast ekki sam­an­burð við þau í Reykja­vík þar sem mörg þeirra voru líka notuð sem sam­komu­hús og ekki mikið fyrir kvik­mynda­sýn­ing­ar. Þar af leið­andi voru þau ekki upp­færð með sama hætt­i.

Fjölgar á lands­byggð­inni á ný

Alfreð seg­ist þó hafa heyrt af því að það standi til að fjölga kvik­mynda­húsum á lands­byggð­inni á ný. Staf­rænn tækni­bún­aður hafi lækkað í verði und­an­farin ár sem geri það auð­veld­ara fyrir smærri kvik­mynda­hús að upp­færa.

Sam­bíóin reka fimm kvik­mynda­hús, þrjú í Reykja­vík, eitt á Akur­eyri og eitt í Kefla­vík. Sena reka tvö bíó í Reykja­vík og eitt á Akur­eyri. Í Reykja­vík eru svo tvö bíó til við­bót­ar; Laug­ar­ás­bíó og Bíó Para­dís. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru svo rekin sex kvik­mynda­hús til við­bót­ar; á Ísa­firði, Akra­nesi, Sel­fossi, Sauð­ár­króki, Pat­reks­firði og í Vest­manna­eyj­um.

Í þessum sextán kvik­mynda­húsum á land­inu öllu eru sam­tals 40 salir og 6.700 sæti. Alfreð segir aðSam­bíóin hafi verið að fækka sætum und­an­farin ár til þess að bjóða upp á meira bil á milli sæta.

Fólk fór í bíó í hrun­inu

Þróun í fjölda kvik­mynda­húsa­gesta jókst mikið í efna­hags­hrun­inu. Árið 1996 var fjöldi gesta yfir 1,4 millj­ón. Strax í kjöl­far hruns­ins, árið 2008, fór fjöld­inn yfir 1,7 millj­ón. Ásókn í kvik­mynda­hús dróst svo aftur saman eftir hrun og árið 2014 var hann kom­inn aftur niður í það sama og árið 1996, rúma 1,4 millj­ón.

Alfreð segir þessa þróun skýr­ast af því að fólk hafði minna á milli hand­anna í hrun­inu.

„Kvik­mynda­hús eru ódýrasta skemmtun sem völ er á,“ segir hann. „Fáir fóru til útlanda og ferða­lög og sótt­ust því í ódýr­ari afþr­ey­ing­u.“

Að með­al­tali eru um 15 nýjar kvik­myndir frum­sýndar í hverjum mán­uði. Sam­kvæmt Alfreð hefur þeim þó fækkað síðan 2011, þegar 181 kvik­mynd var frum­sýnd. Árið 2014 voru 154 myndir frum­sýnd­ar, en þeim fjölg­aði árið eft­ir, en þá voru þær 175.

Sjá nánar hér: Kvikmyndahúsum fækkað um helming | Kjarninn

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.