Heim Bransinn Viðburðabíó mun bjarga kvikmyndunum

Viðburðabíó mun bjarga kvikmyndunum

-

Sérstök sýning á BBC-þættinum Dr. Who var sýnd í kvikmyndahúsum víða á dögunum, þar á meðal í Bíó Paradís, við miklar vinsældir.
Sérstök sýning á BBC-þættinum Dr. Who var sýnd í kvikmyndahúsum víða á dögunum, þar á meðal í Bíó Paradís, við miklar vinsældir.

Viðburðabíó verður bjargvættur kvikmyndaiðnaðarins og þar er jafnvel fólgin framtíð kvikmyndahúsa, segja þeir Phillip Knatchbull framkvæmdastjóri listabíókeðjunnar Curzon í Bretlandi og Zygi Kamasa forstjóri dreifingaraðilans Lionsgate í Bretlandi.

Máli sínu til stuðnings benda þeir meðal annars á velgengni sjónvarpsþáttarins Dr. Who. Fyrsti þáttur í nýrri seríu var sýndur í kvikmyndahúsum í Bretlandi og víðar, þar á meðal hér á Íslandi í Bíó Paradís, við mikla aðsókn.

Knatchbull segir Curzon leggja sífellt meiri áherslu á að nota dreifingu í bíóhúsum sem kynningarvettvang fyrir VOD-markaðinn. Kamasa leggur þó áherslu á að ekki megi draga úr gildi VOD-markaðarins með því að nota hann sem ruslakistu fyrir myndir sem ekki eigi séns í kvikmyndahúsum. Báðir segjast sjá mikla aukningu á VOD-markaðinum þó hún hafi ekki enn bætt upp það mikla hrun sem orðið hefur í leigu og DVD sölu.

Knatchbull segir Curzon hafa tekið þann pól í hæðina að hið gamla viðskiptamódel sé liðið undir lok, kvikmyndaiðnaðurinn sé nú að kljást við sambærilegar breytingar og tónlistariðnaðurinn hafi gengið í gegnum á sínum tíma. Nýjir tímar séu að renna upp.

Þessir herramenn tjáðu sig á ráðstefnu Screen International sem fram fór í BFI Soutbank í London um helgina.

Sjá nánar hér: Event cinema will be ‘saviour’ | News | Screen.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.