Ilmur um Ástríði: „Það sem er gert af hlýhug og velvilja vekur yfirleitt hlýhug og velvilja“

Leikarahópur Ástríðar.
Leikarahópur Ástríðar.

Ilmur Kristjánsdóttir sem tilnefnd er til Edduverðlauna fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Ástríði, sem sýndir voru á Stöð 2 í haust, spjallar við Viðskiptablaðið um rulluna og annað sem er á döfinni.

Aðspurð um vinsældir þáttanna segir hún:

„Hef enga sérstaka skýringu á því aðra en að það sem er gert af hlýhug og velvilja vekur yfirleitt hlýhug og velvilja. Íslendingar hafa mjög gaman af íslensku leiknu efni og það er að þroskast og þróast. Þess vegna er líka mjög mikilvægt að styrkir til þess að framleiða íslenskt leikið efni séu ekki skornir niður.“

Þá nefnir Ilmur að draumahlutverkið sé „einhver gömul kelling í breskri bíómynd eftir Mike Leigh. Ég er að bíða eftir að ná réttum aldri.“

Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið – Ilmur: Draumahlutverkið er gömul kerling í breskri bíómynd

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR