Lofsamlegar umsagnir um Vonarstræti halda áfram að birtast, að þessu sinni á vef útvarpsþáttarins Harmageddon, sem til sýnis er á Visi. Ragnar Trausti Ragnarsson, gagnrýnandi þáttarins, gefur myndinni fimm stjörnur og segir íslenska kvikmyndagerð standa á tímamótum með þessari mynd.
VIÐHORF | Vonarstræti hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem og fjölda fólks sem hafa séð myndina á forsýningum undanfarna daga og margir í bransanum bíða spenntir eftir aðsóknartölum helgarinnar, ekki aðeins aðstandendur myndarinnar, segir Ásgrímur Sverrisson.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir gagnrýnandi Fréttablaðsins sparar ekki hástigs lýsingarorðin í hrifningu sinni á Vonarstræti Baldvins Z og hikar ekki við að kalla hana "bestu íslensku kvikmynd sögunnar."
Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur Vonarstræti fjóra og hálfa stjörnu í umsögn sinni og segir myndina hörkuspennandi og átakanlega samtímasögu um óvægna fortíðardrauga, sársaukafull leyndarmál og mögulega syndaaflausn.
"Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun," segir Ásgeir Ingólfsson meðal annars í umsögn sinni um myndina.
Skoðaðu stutt innslag frá frumsýningu Vonarstrætis sem fram fór í Háskólabíói þann 7. maí s.l. Rætt er við Baldvin Z leikstjóra, Þorstein Bachman leikara og ýmsa gesti.
Tómas Valgeirsson á vefnum Bíófíkill skrifar umsögn um Vonarstræti Baldvins Z. og er mjög sáttur, segir meðal annars aðalpersónurnar "lagðar út sem þrívíðar, trúverðugar, misgallaðar manneskjur sem feisa fortíð, nútíð og framtíð á ólíku leveli."
Baldvin Z., leikstjóri Vonarstrætis, er í viðtali í Fréttablaðinu og ræðir þar um myndina, feril sinn og mótunarár. Almennar sýningar á myndinni hefjast þann 16. maí en myndin var forsýnd miðvikudaginn 7. maí síðastliðinn og hefur hlotið mikið lof.
Vonarstræti eftir Baldvin Z verður frumsýnd á miðvikudaginn en almennar sýningar hefjast 16. maí. Pressan skýrir frá því að myndin sé þegar byrjuð að valda titringi.
Von er á allt að níu íslenskum bíómyndum á tjaldið á þessu ári. Tvær þeirra verða sýndar í vor en á haustmánuðum gætu birst allt að sjö myndir. Fari svo gæti orðið þröngt á bíóþingi í haust en ekki er ólíklegt að einhverjum þeirra verði hnikað fram til áramóta eða næsta árs.