HeimEfnisorðLeynilögga

Leynilögga

Hannes Þór Halldórsson um LEYNILÖGGU: Myndin hefur verið að koma okkur sífellt á óvart í tvö ár

Hannes Þór Halldórsson ræðir við Reykjavik Grapevine um mynd sína Leynilögga, sem er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki gamanmynda. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu 10. desember.

LEYNILÖGGA tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í flokki gamanmynda

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar hefur verið tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í ár. Verðlaunahátíðin fer fram í Reykjavík 10. desember.

LEYNILÖGGA seld til Norður Ameríku og Frakklands

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar hefur verið seld til dreifingar í N-Ameríku og frönskumælandi svæða. Bresk/franska sölufyrirtækið Alief fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, en myndin hefur þegar verið seld til meirihluta helstu markaða.

The Guardian um LEYNILÖGGU: Ágætlega fyndin

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar kemur út á stafrænum leigum í Bretlandi 23. maí. Af því tilefni birtist í The Guardian umsögn um myndina og fylgja þrjár stjörnur.

Fréttablaðið um LEYNILÖGGU: Strákarnir skemmta sér og öðrum í löggu og bófa

"Heldur dampi í hasar og djóki þannig að þversagnakenndar tilraunir með íróníu týnast í dekkjareyk og kúlnahríð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.

LEYNILÖGGA seld í Evrópu og Asíu

Sölufyrirtækið Alief hefur seld dreifingarréttinn á Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar til ýmissa landa í Evrópu og Asíu. Samningar um dreifingu á Bandaríkjamarkaði eru í vinnslu. Þetta kemur fram í Variety.

Lestin um LEYNILÖGGU: Hreðjalaust hommagrín og þunn persónusköpun

"Gamanið samanstendur annars vegar af háði með klisjum og einnar línu bröndurum Hollywood-hasarmynda tíunda áratugarins sem er staðfært og hins vegar af vísunum í íslenska samtíma-dægurmenningu," segir Gunnar Ragnarsson meðal annars í umsögn um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar í Lestinni á Rás 1.

Smá um opnunarhelgar og tekjumet

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar fær mikla aðsókn í bíó þessa dagana og er það vel. Fregnir um nýtt tekjumet myndarinnar á opnunarhelginni eru þó ekki alveg réttar.

Morgunblaðið um LEYNILÖGGU: Stórfyndin grínmynd

"Mikil sjálfsírónía einkennir kvikmyndina og teymið gerir hiklaust grín að sjálfu sér," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.

Variety um LEYNILÖGGU: Ófrumleg hasarmynd í óvenjulegu umhverfi

"Áferðarfalleg og hröð en ófrumleg, gerir grín að hefðum greinarinnar án þess að bæta einhverju nýju við fyrir utan staðsetninguna," segir Jay Weissberg hjá Variety um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.

Cineuropa um LEYNILÖGGU: Heilmikil fáránleikaskemmtun

"Ekki hátíðamynd í nokkrum skilningi þess orðs og sýnir að hvað það er sem er í gangi í aðalkeppni Locarno hátíðarinnar er afar ruglandi," skrifar Marta Bałaga í Cineuropa um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar - virðist þó hafa dálítið gaman af öllu saman.

Screen um LEYNILÖGGU: Sjarmerandi og áhorfendavæn

"Í kynningu á myndinni var lögð áhersla á að leikstjórinn hefði jafnframt verið landsliðsmarkvörður Íslands um árabil. Myndin reynist hinsvegar vera nægilega áhugaverð og með nægilegt skemmtanagildi til að standa á eigin fótum," skrifar Neil Young í Screen um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar, sem sýnd er á Locarno hátíðinni.

ICS um LEYNILÖGGU: Afar skemmtileg hasarmynd

"Ekki sérstaklega eftirminnileg eða metnaðarfull kvikmynd, en framsæknar kynjahugmyndir, vönduð kvikmyndagerð og snjall umsnúningur á staðalímyndum lyfta hefðbundinni frásögninni," segir Eren Odabaşı á vef International Cinephile Society (ICS) meðal annars í umsögn sinni um Leynilöggu Hannesar Halldórssonar, sem sýnd er á Locarno hátíðinni.

Nýr listrænn stjórnandi Locarno hátíðarinnar vill hafa fjörið í fyrirrúmi

Screen ræðir við Giona A Nazzaro, nýjan listrænan stjórnanda Locarno hátíðarinnar um stefnu hans og markmið með hátíðinni. Frumraun Hannesar Þórs Halldórssonar, Leynilögga, er meðal þeirra mynda sem frumsýndar verða á hátíðinni.

Þessi verk eru væntanleg 2021

Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR