Í dag, laugardaginn 27. október, er dagur kvikmynda- og hljðupptökuarfleifðar mannkynsins (2018 World Day for Audiovisual Heritage) og er þema dagsins „Saga þín er á hreyfingu“ eða “Your Story is Moving”. Í tilefni dagsins fjallar Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands um það sem hæst ber hjá Kvikmyndasafninu þessa dagana, en safnið gengur nú gegnum miklar breytingar.
Kvikmyndasafnið er þessa dagana að minna kvikmyndagerðarmenn á að skila verkum sínum til safnsins - eins og þeim reyndar ber samkvæmt lögum. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, sem hefur umsjón með átakinu fyrir hönd safnsins, hvetur framleiðendur og leikstjóra til að sýna frumkvæði að skilum en vandinn snúi sérstaklega að stafræna tímabilinu sem hófst fyrir áratug eða svo.
Kvikmyndasafn Íslands hefur auglýst eftir sérfræðingi til starfa við nýja skannastöð safnsins sem nú er í mótun. Umsóknarfrestur rennur út 12. febrúar.
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands bregst við ummælum forseta Félags kvikmyndatökustjóra um ófremdarástand í varðveislumálum kvikmynda. Hann bendir á að Kvikmyndasafnið vinni markvisst að því verkefni þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina - sem er ekki eins svört og dregin hefur verið upp þó vissulega þurfi meira til.
Á þessum degi, 2. nóvember árið 1906 eða fyrir 108 árum, hófust reglubundnar kvikmyndasýningar á Íslandi í Reykjavíkur Biograftheater (Fjalakettinum). Kvikmyndasafn Íslands bendir á þetta á Fésbókarsíðu sinni.
Nú stendur yfir átak á vegum Kvikmyndasafnsins og Kvikmyndamiðstöðvar að hafa uppi á öllum íslenskum kvikmyndum á filmu, sem enn kunna að leynast á kvikmyndavinnustofum erlendis. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu/Vísi.
Erlendur Sveinsson, nýráðinn forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands, segist á Fésbókarsíðu sinni sjá fyrir sér þrjú höfuðverkefni í starfi sínu; að koma safninu inní stafrænu öldina, að miðla safnkostinum sem best til þjóðarinnar og tryggja að ungt fólk taki við merkinu þegar hann láti af störfum.
Erlendur Sveinsson hefur verið skipaður í embætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands til fimm ára frá 1. október nk. að telja en hann var settur forstöðumaður safnsins árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Umsóknarfrestur um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands rann út miðvikudaginn 25. júní. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust 15 umsóknir um stöðuna, frá 7 konum og 8 körlum.
Líkt og Klapptré sagði frá hefur starf forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 25. júní. Erlendur Sveinsson, starfandi forstöðumaður, staðfestir í samtali við Klapptré að hann muni verða meðal umsækjenda.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um stöðu forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. júni og er gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. ágúst.
Magnús Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri (1938 – 1979), er þungamiðja þriðju syrpu Rússneska vetrarins í Bæjarbíói um samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum. Magnús er fyrsti Íslendingurinn sem fór til náms í kvikmyndagerð í Sovétríkjunum og náði að gera þessar tvær kvikmyndir hér heima áður en hann andaðist langt fyrir aldur fram, aðeins 41 árs gamall. Þessar afar sjaldséðu myndir eru sýndar í kvöld þriðjudag kl. 20 og á laugardag kl. 16.
Kvikmyndasafn Íslands segir í færslu á Facebook síðu sinni að safnið hafi "forðast yfirlýsingar og haldið sig til hlés í umræðu um málefni Bæjarbíós á opinberum vettvangi. Nú er svo komið að safnið telur sig tilneytt til að skýra frá sinni hlið í samningaferlinu við Hafnarfjarðarbæ."
"Tilraun þín til að lýsa Bæjarbíói og Bíó Paradís sem óskyldum fyrirbrigðum er líka ótrúverðug fyrir þá sök að dagskrá Bíó Paradísar er einmitt að mörgu leyti eins og safnabíó Kvikmyndasafnsins ætti að vera," segir Ásgrímur Sverrisson meðal annars í svari sínu til Erlendar Sveinssonar forstöðumanns Kvikmyndasafnsins (sjá Bíó Paradís og baráttan um Bæjarbíó).
Verði ekki af samkomulagi milli Hafnarfjarðar og ríkisins um áframhaldandi kvikmyndasýningar þá leggjast þær af í Bæjarbíói eins og fram hefur komið en þær flytjast ekki inn í Bíó Paradís, segir Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands í ítarlegri grein þar sem hann fer yfir stöðuna í málefnum Bæjarbíós.
Fyrirætlanir Hafnarfjarðarbæjar um að fá áhugasaman aðila til að annast rekstur Bæjarbíós eru tilvalið tækifæri til að finna safnabíói Kvikmyndasafnsins stað í alfaraleið, nánar tiltekið við Hverfisgötuna í Reykjavík, segir Ásgrímur Sverrisson.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra gagnrýnir harðlega þá ákvörðun hafnfirskra bæjaryfirvalda að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur Bæjarbíós. Ráðherra segist ekki geta undirritað nýjan samning um starfsemi Kvikmyndasafns Íslands í húsinu.
Bæjarbíó sýnir í febrúarmánuði 4 kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að að Andrei Tarkovsky (1932–1986) kom að einhverju leyti að gerð þeirra en hann er án vafa stærsta höfundarnafnið í rússneskri kvikmyndagerð frá því að Eisenstein var á dögum.
Kvikmyndasafnið sýnir í Bæjarbíói rússneska þrillerinn Dom eða Heimilið eftir Oleg Pogodin frá 2012 og vekur sérstaka athygli á frumlegum, hressilegum myndstíl, sem byggir á óvæntum sjónarhornum.
Myndin að hluta tekin hér á landi sumarið 2011 og mun Sigurður Skúlason, sem fer með hlutverk í henni, segja nokkur orð við upphaf sýningar annað kvöld.
Kvikmyndasafnið sýnir í Bæjarbíói í kvöld og á laugardag rússneska meistaraverkið Farðu og sjáðu (Come and See / Idi i smotri) eftir Elem Klimov frá 1985.
Kvikmyndasafnið sýnir í Bæjarbíói fjögurra heimildamynda syrpu um samskipti Sovétríkjanna og Íslands, tvær frá sjötta áratugnum og tvær frá þeim sjöunda. Sýningar eru kl....
Kvikmyndasafn Íslands býður uppá rússneskan vetur á yfirstandandi starfsári og má skoða dagskrána hér. Jafnframt stendur yfir í bíóinu sýning á ýmsum munum og...