Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní, hafa 36% Íslendinga horft á alla þættina af Kötlu á Netflix og 20% byrjað að horfa á þá.
Gunnar Ragnarsson birtir í Morgunblaðinu í dag hugleiðingar sínar um þáttaröðina Kötlu eftir Baltasar Kormák. Hann segir meðal annars: "Með Kötlu er íslenskt sjónvarpsverk komið nær alþjóðlegri meginstraumsmenningu en nokkru sinni fyrr, sem mótar vitanlega fagurfræði og frásagnaraðferðir hennar, en einnig kröfurnar sem gerðar eru."
"Magnað útlit og sterkur leikhópur ramma áhugaverða sögu svo vel inn að smávægilegir hnökrar hverfa sársaukalítið undir öskulagið," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þáttaröðina Kötlu.
Í Netflix-þáttunum Kötlu stígur leikstjórn, leikmynd, handrit, förðun, leikur, tónlist, hljóð og kvikmyndataka samtaka dans svo úr verður úthugsað og ögrandi listaverk, að mati Júlíu Margrétar Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
Þáttaröðin Katla eftir Baltasar Kormák birtist á Netflix í dag, 17. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem Netflix framleiðir alfarið íslenska þáttaröð. Í viðtali við RÚV segir Baltasar að það hefði verið óhugsandi fyrir áratug að erlendur aðili á stærð við Netflix hefði haft áhuga á að framleiða íslenska seríu fyrir heimsmarkað og er sannfærður um að þetta sé upphafið að einhverju meira.
Leikstjórinn Þóra Hilmarsdóttir leikstýrir um þessar mundir bresku þáttunum The Rising. Þættirnir eru framleiddir af Sky Studios. Þóra leikstýrði tveimur þáttum af Broti og einum þætti af Netflix-þáttaröðinni Kötlu sem er væntanleg 17. júní.
Þáttaröðin Katla í leikstjórn Baltasars Kormáks, Þóru Hilmarsdóttur og Barkar Sigþórssonar kemur út á Netflix þann 17. júní næstkomandi. Kitla verksins var frumsýnd í dag.
Netflix hefur sent frá sér nokkrar ljósmyndir úr þáttaröðinni Kötlu, sem væntanleg er á efnisveituna fljótlega. Baltasar Kormákur framleiðir þættina og leikstýrir einnig ásamt Þóru Hilmarsdóttur og Berki Sigþórssyni.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Á meðan tökur liggja niðri um allan heim vegna Covid-19 faraldursins er það ekki tilfellið á Íslandi og í S-Kóreu þar sem Netflix er með verkefni í gangi.
Vísindaskáldsöguþættirnir Katla úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks verða framleiddir af efnisveitunni Netflix. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netflix en þar segir að fallegt landslag Íslands verði fyrirferðarmikið í átta þátta Netflix-seríunni en framleiðsla hefst 2020.
Evrópska framleiðslufyrirtækið Studiocanal er við það að tryggja sér sýningarréttinn á Kötlu, nýrri sjónvarpsþáttaröð úr smiðju Baltasars Kormáks. RÚV greinir frá og hefur eftir Variety.
Baltasar Kormákur kynnir mynd sína Eiðinn á Cannes hátíðinni, sem nú stendur yfir, fyrir kaupendum og sýnir brot úr myndinni. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films fer með sölu myndarinnar á heimsvísu.
Í pistli sem Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla, birtir í Fréttablaðinu í dag segir hann of litlu fé varið til leikins sjónvarpsefnis miðað við bíómyndir og að jafna þurfi þann hlut eða stofna sérstakan sjónvarpssjóð.
RVK Studios mun framleiða tíu þátta seríu sem kallast Katla og verður sýnd á Stöð 2. Hér er á ferðinni spennuþáttaröð með mystísku ívafi um unga björgunarsveitakonu sem tekst á við drauga fortíðar í miðjum langvarandi nátturuhamförum. Sögusviðið er jöklar, eldfjöll og hálendi Íslands.