Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitti þeim Tinnu Gunnlaugsdóttur og Agli Ólafssyni heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar fyrir hið afar merka, fjölbreytta og mikilvæga framlag þeirra til íslenskrar kvikmyndalistar. Þau hlutu standandi lófaklapp þegar þau gengu upp á svið Hilton Nordica við afhendingu Edduverðlauna 2025.
Á vef Eddunnar má nú skoða færslur um þau sem hlotið hafa heiðursverðlaun ÍKSA allt frá upphafi. Allt hefur þetta fólk átt einstakt framlag til íslenskra kvikmynda og sjónvarps.