HeimEfnisorðGuðrún Elsa Bragadóttir

Guðrún Elsa Bragadóttir

Guðrún Elsa Bragadóttir ráðin lektor og fagstjóri fræðigreina í Kvikmyndalistadeild

Guðrún Elsa Bragadóttir hefur verið ráðin í stöðu lektors í fræðigreinum kvikmyndalistar við kvikmyndalistadeild og mun hún gegna hlutverki fagstjóra fræðigreina.

Lestin um VILLIBRÁÐ: Ekki fara með makanum

"Ég vil að lokum grátbiðja ykkur um að fara á myndina með einhverjum sem ykkur þykir afskaplega skemmtilegur og vara ykkur við því að taka makann með ef sambandið er ekki á góðum stað," segir Guðrún Elsa Bragadóttir meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Lestin um BAND: Kvikmynd í dulargervi hljómsveitar

„Mér finnst skemmtilegt að hugsa um The Post Performance Blues Band þannig að það hafi alltaf verið kvikmynd í formi hljómsveitar, hljómsveitin hafi verið í dulargervi sem nú er búið að færa hana úr, þótt það sem við blasi rugli mig samt kannski enn svolítið í rýminu, en á góðan hátt þó,“ segir Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Lestin um SUMARLJÓS OG SVO KEMUR NÓTTIN: Þorpið segir áhorfendum sögur af íbúum

Margar furðulegar og skemmtilegar persónur en frásögnin ekki nógu heildstæð, er meðal þess sem Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar, nefnir í umsögn sinni um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Lestin um SVAR VIÐ BRÉFI HELGU: Splunkunýtt og spennandi

„Þessi aðferð, að sýna frekar en segja, einkennir myndina alla; sögunni vindur fram í vandlega völdum augnablikum sem mynda saman merkingarbæra heild,“ segir Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar um Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.

Svar við bréfi Guðrúnar

Grein mín um hvernig konum í leikstjórastóli hefur fjölgað á undanförnum árum var ekki beint hugsuð sem svar við grein/útvarpspistli Guðrúnar Elsu Bragadóttur sem ber fyrirsögnina Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda. Frekar má segja að hún hafi verið innblástur til að skoða málin frá öðru og nærtækara sjónarhorni. En Guðrún hefur skrifað svargrein og hér er svar við henni.

Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda

Í öðrum pistli sínum um stöðu kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi rekur Guðrún Elsa Bragadóttir hvernig hlutfall kvenna sem leikstýra leiknum myndum hefur lækkað síðasta áratuginn. Stærsti vandinn virðist þó vera að konur sækja í minna mæli en karlar í kvikmyndagerð.

Kvikmyndir íslenskra kvenna ekki bara „kvenlegar“

Guðrún Elsa Bragadóttir doktorsnemi og kennari í kvikmyndafræði fjallar um um konur í íslenskri kvikmyndagerð í fyrsta pistli sínum af þremur í Víðsjá á Rás 1.

Ný bók um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaðinum

Út er komin bókin Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power hjá Palgrave Macmillan útgáfunni í Bretlandi og fjallar um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði ýmissa landa. Ritstjóri er Susan Liddy en íslenski kaflinn er skrifaður af Guðrúnu Elsu Bragadóttur doktorsnema.

spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR