spot_img
HeimEfnisorðCritic's Week 2019

Critic's Week 2019

Ingvar Sigurðsson valinn besti leikarinn á Critics’ Week í Cannes

Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á Critics' Week, hliðardagskrá hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Cannes. Verðlaunin eru kennd við Louis Roederer Foundation (Louis Roederer Foundation Rising Star Award) og eru önnur aðalverðlaunanna á Critics' Week sem veitt eru fyrir mynd í fullri lengd.

Hlynur Pálmason ræðir um „Hvítan, hvítan dag“

Hlynur Pálmason ræðir við vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins um mynd sína Hvítan, hvítan dag og væntanlega frumsýningu á Critics' Week í Cannes þann 16. maí.

„Hvítur, hvítur dagur“ Hlyns Pálmasonar valin á Critics’ Week í Cannes

Hvítur, hvítur dagur nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er í hópi þeirra sjö mynda sem valdar hafa verið í keppni á Critics‘ Week, hliðardagskrá Cannes hátíðarinnar. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd er valin í Critics' Week, en í fyrra hlaut Kona fer í stríð fern verðlaun í þeim flokki. Cannes hátíðin fer fram dagana 15.-23. maí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR