HeimEfnisorðBíótekið

Bíótekið

FISKUR UNDIR STEINI sýnd í Bíótekinu, Þorsteinn Jónsson tjáir sig um deilurnar við sýningu myndarinnar

Bíótek Kvikmyndasafns Íslands sýnir heimildamyndina Fiskur undir steini eftir Þorstein Jónsson og Ólaf Hauk Símonarson sunnudaginn 13. apríl. Einnig verður sýndur viðtalsþáttur sem Sjónvarpið sendi út beint á eftir sýningu þessarar umdeildu kvikmyndar. Þorsteinn rifjar upp viðbrögðin við sýningu myndarinnar.

GULLSANDUR, VAMPYR og fyrsta mynd Peter Weir í Bíótekinu

Gullsandur Ágústs Guðmundssonar, Vampyr eftir Carl Th. Dreyer og The Cars That Ate Paris eftir Peter Weir verða á dagskrá Bíóteksins í Bíó Paradís sunnudaginn 2. mars.

Ozu, Weir og Jón Karl í Bíótekinu 2. febrúar

Sunnudaginn 2. febrúar sýnir Bíótekið í Bíó Paradís kvikmyndirnar Tokyo Story eftir Yasujiro Ozu, The Plumber eftir Peter Weir og Mótmælandi Íslands eftir Jón Karl Helgason.

Ný stafræn endurgerð SÖLKU VÖLKU í Bíótekinu

Nýtt sýningareintak af Sölku Völku (1954) verður á dagskrá Bíóteksins í Bíó Paradís þann 8. desember. Einnig verða á dagskrá The Kid (1921) eftir Chaplin og þýska kvikmyndin Gesetze der Liebe (1927) eftir Magnus Hirschfeld.

SVO Á JÖRÐU SEM Á HIMNI í Bíótekinu, leikstjóraspjall eftir sýningu

Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, verður sýnd í nýrri og endurklipptri útgáfu leikstjórans í Bíótekinu í Bíó Paradís þann 24. nóvember. Vera Sölvadóttir ræðir við leikstjórann eftir sýningu.

ELDUR Í HEIMAEY og ÓRÓI í Bíótekinu

Haustdagskrá Bíóteksins hefst sunnudaginn 27. október í Bíó Paradís. Tvær myndir Ósvaldar Knudsen verða sýndar, sem og Órói eftir Baldvin Z og japanska kvikmyndin Pale Flower eftir Masahiro Shinoda.

Haustdagskrá Bíóteksins hefst um helgina

Haustdagskrá Bíóteksins í Bíó Paradís hefur verið opinberuð. Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir þessum mánaðarlegu sýningum.

Fullt hús á VARÐI FER Á VERTÍÐ

Bíótekið sýndi síðasta sunnudag heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Varði fer á vertíð (2001). Húsfyllir var á sýningunni og komust færri að en vildu.

Japanskar samúræjamyndir og íslenskt bransahark í Bíótekinu

Bíótekið verður með næstu sýningar í Bíó Paradís, sunnudaginn 25. febrúar. Þá verða sýndar tvær japanskar bardagamyndir, Ken og Kiru, eftir Kenji Misumi og um kvöldið heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Varði fer á vertíð.

FOXTROT í Bíótekinu

Bíótekið sýnir sunnudaginn 3. desember nýuppgert eintak af kvikmyndinni Foxtrot (1988). Jón Tryggason leikstjóri og Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður ræða við áhorfendur eftir sýningu.

Íslandsmyndir Vigfúsar Sigurgeirssonar í Bíótekinu

Bíótek Kvikmyndasafnsins sýnir næsta sunnudag í Bíó Paradís ýmis brot úr safni Vigfúsar Sigurgeirssonar sem sýna fólk og staði yfir langt tímabil í sögu Íslands. Gunnar Tómas Kristófersson, sérfræðingur á Kvikmyndasafni Íslands, leiðir sýninguna.

Sjaldséðar íslenskar heimildamyndir í Bíótekinu

Bíótek Kvikmyndasafnsins fer í gang í Bíó Paradís sunnudaginn 24. september næstkomandi. Þá verða sýndar sex klassískar heimildamyndir og fimm af þeim eru íslenskar og hafa ekki verið á hvíta tjaldinu um langa hríð.

Sýnt úr fimm kvikmyndum um óeirðirnar á Austurvelli 1949 í Bíótekinu

Bíótek Kvikmyndasafnsins mun sýna úr fimm kvikmyndum sem lýsa óeirðunum á Austurvelli 1949 í Bíó Paradís sunnudaginn 26. mars. Sumar þeirra eru nýlega uppgötvaðar. Einnig verða sýndar kvikmyndirnar Z eftir Costa Gavras og Poltergeist eftir Tobe Hooper.

Ný sýningaröð Bíóteksins hefst 29. janúar

Bíótekið verður með fyrstu sýningar í nýrri sýningarröð sinni sunnudaginn 29. janúar en þá verða sýndar fjórar klassískar kvikmyndir: Eldeyjan (1973), Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949), Pierrot le Fou (1965) eftir Jean-Luc Godard og Compartiment Tueurs (1965) eftir Costa Gavras.

Endurunnin stafræn útgáfa af PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK sýnd í Bíó Paradís

Bíótek Kvikmyndasafns Íslands sýnir endurunna stafræna útgáfu af Punktur punktur komma strik (1981) eftir Þorstein Jónsson sunnudaginn 4. desember kl. 17. Leikstjórinn verður viðstaddur sýninguna í Bíó Paradís og svarar spurningum á eftir.

NÝTT LÍF fær nýtt líf

Nýtt líf eftir Þráinn Bertelsson hefur fengið nýtt líf í formi nýrrar stafrænnar endurvinnslu. Hún kemur aftur í kvikmyndahús 30. nóvember.

Bíótekið hefst á ný

Bíótekið, sýningaröð á kvikmyndaklassík á vegum Kvikmyndasafnsins, hefst á ný sunnudaginn 11. september í Bíó Paradís. Bíótekið fór vel af stað síðasta vetur og voru sýningar fjölsóttar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR