HeimEfnisorðAbbababb!

Abbababb!

Nýtt íslenskt í sjónvarpi yfir hátíðarnar

Hér er ýmislegt forvitnilegt sem finna má í sjónvarpsdagskránni yfir jól og áramót, leikið sjónvarpsefni, bíómyndir og heimildamyndir.

Morgunblaðið um ABBABABB!: Töfrandi myndheild en sundurlaus

Skemmtileg og fyndin en dálítið sundurlaus skrifar Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í Morgunblaðið um Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur.

Þessi verk eru væntanleg 2022

Von er á allt að tíu íslenskum bíómyndum og fimm nýjum þáttaröðum á árinu 2022. Heimildamyndir í framleiðslu eru á fjórða tuginn, en óljóst hve margar koma út á árinu.

Allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir teknar upp á árinu

Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.

Nanna Kristín ræðir PABBAHELGAR og næstu verkefni

Nanna Kristín Magnúsdóttir er tilefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir Pabbahelgar, en þau verða veitt á Gautaborgarhátíðinni. Vefur Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins ræddi við hana af því tilefni, en næsta leikstjórnarverkefni Nönnu er dans- og söngvamyndin Abbababb sem fer í tökur á árinu.

„Abbababb!“ Nönnu Kristínar Magnúsdóttur fær 120 milljóna vilyrði úr Kvikmyndasjóði

Abbababb! í leikstjórn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur hefur fengið 120 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson skrifar handritið, sem byggt er á samnefndum söngleik Dr. Gunna. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR