ABBABABB! í þriðja sæti, hátt í tólf hundruð sáu SVARTUR Á LEIK

Svartur á leik, sem upphaflega var sýnd í bíó 2012, var sett í sýningar á ný um helgina í tilefni 10 ára afmælis.

Myndin fékk 1,177 gesti um helgina og nemur heildaraðsókn því 64,210 gestum. Hún er í öðru sæti aðsóknarlistans.

Abbababb! er í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu helgi. 1,228 sáu myndina í vikunni, en myndin hefur nú alls fengið 9,534 gesti.

(Athugið að FRÍSK raðar listanum eftir tekjum um helgar. Klapptré raðar hinsvegar listanum eftir aðsókn á viku.)

Svar við bréfi Helgu er í tíunda sæti eftir sjöttu helgi. 522 sáu myndina í vikunni, en heildarfjöldi nemur nú 8,382 gestum.

Heimildamyndin Sundlaugasögur var frumsýnd um helgina og sáu hana 234 gestir. Myndin er í 17. sæti.

Heimildamyndina Velkominn Árni sáu 76 gestir í vikunni, en alls hefur hún fengið 737 gest eftir þriðju helgi. Myndin er í 20. sæti.

Aðsókn á íslenskar myndir 3.-9. okt. 2022

VIKURMYNDAÐSÓKN (SÍÐAST)ALLS (SÍÐAST)
3Abbababb!1,228 (1,940)9,534 (8,306)
Svartur á leik (endursýnd)1,177 (-)64,210
6Svar við bréfi Helgu810 (1,224)7,860 (7,050)
Sundlaugasögur234 (-)234 (-)
3Velkominn Árni201 (460)661 (460)
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR