spot_img

Sýningar á ABBABABB! hefjast í dag

Sýningar hefjast á Abbababb! eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur í dag.

Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.

Nanna Kristín skrifar handrit og leikstýrir. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Dr. Gunna. Með helstu hlutverk fara Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson, Vilhjálmur Árni Sigurðsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Vala Snædal Sigurðardóttir, Jón Arnór Pétursson og Daði Víðisson. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kisa.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR