Hrollvekjan IT HATCHED frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Austin, Texas í október

Hrollvekjan It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á Austin Film Festival í Texas í október næstkomandi.

Myndin var að mestu tekin upp sumarið 2015 undir vinnuheitinu Mara, líkt og Klapptré greindi frá á sínum tíma.

It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi.

Með aðalhlutverk fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir en önnur burðarhlutverk eru í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar.

Elvar skrifar einnig handritið en myndin er framleidd af Vilius Petrikas, Bent Kingo Andersen, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni hjá Hero Productions.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR