„Tryggð“ fær verðlaun í Flórens

Ásthildur Kjartansdóttir tekur á móti verðlaunum fyrir Tryggð í Flórens.

Kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur, Tryggð, var verðlaunuð á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Cinema e Donne í Flórens síðastliðinn föstudag. Verðlaunin sem bera heitið „Sigillo della pace“ eða friðarverðlaunin voru veitt af borgarstjóra Flórensborgar, Dario Nardella.

Í viðurkenningu borgarstjóra segir:

Myndin fjallar um brýnt málefni í landi þar sem jafnrétti er í hávegum haft. Málið snýst nefnilega ekki eingöngu um lagasetningu og góðan ásetning heldur um menningu og (tilvistar-) venjur sem menn standa frammi fyrir en takast oft á um.

Þessi fallega kvikmynd Ásthildar Kjartansdóttur sýnir þetta og með snjallri og skarpri nálgun sinni og mikilli mannlegri næmni boðar verk Ásthildar að sniðganga ekki hagsmunaárekstra heldur að vinna að sáttum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR