Hrafnhildur Gunnarsdóttir: „Svona fólk“ er persónuleg heimildamynd um réttindabaráttu

Sjónvarpið læst inni í skáp til að virkja hugmyndaflugið

Anní Ólafsdóttir, annar leikstjóra Þriðja pólsins, er í viðtali við DV þar sem hún ræðir um myndina, framtíðarplön og annað.

Skarphéðinn Guðmundsson: Margar sterkar þáttaraðir á leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir væntanlegar þáttaraðir, dagskrárstefnu RÚV, kynjajafnvægi, fjármögnunaráskoranir og samvinnu við hinar norrænu almannastöðvarnar í ítarlegu viðtali við Nordic Film and TV News.

RÁÐHERRANN selst víða

Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, hefur verið seld til sýninga í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Suður Evrópu.

Inga Lísa Middleton um ÓSKINA: Gerði upp sambandið við föður sinn fjórum dögum áður en hann lést

Inga Lísa Middleton leikstjóri ræðir við Fréttanetið um stuttmynd sína, Óskina, sem nýlega var frumsýnd á RIFF.

[Stiklur] HÚSMÆÐRASKÓLINN og Á MÓTI STRAUMNUM sýndar í Bíó Paradís

Þrjár nýjar íslenskar heimildamyndir eru nú í almennum sýningum eftir frumsýningu á RIFF. Þetta eru Þriðji póllinn eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason, Húsmæðaskólinn eftir Stefaníu Thors og Á móti straumnum eftir Óskar Pál Sveinsson.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir (mynd: RÚV).

Sýningar eru hafnar á heimildaþáttaröð Hrafnhildar Gunnarsdóttur Svona fólk á RÚV. Rætt var við hana um verkið í Menningunni.

Af vef RÚV:

„Þetta er algjörlega byggt á minni eigin reynslu. Ég er þeirrar skoðunar að maður geti ekki búið til heimildarmynd sem er nokkurn veginn hlutlaus og ég ákvað bara að koma strax út úr skápnum með það í byrjun myndarinnar að myndin og efnið yrði sagt út frá mínu sjónarhorni,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri sjónvarpsþáttanna Svona fólks sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum.

Hrafnhildur frumsýndi í fyrra heimildarmynd um sama viðfangsefni, en breiður bálkur heimilda liggur til grundvallar. Verkefnið var enda 27 ár í vinnslu og lýsir stórtækum og hröðum breytingum á íslensku samfélagi. Myndin verður sýnd í þáttaformi næstu vikur á RÚV og var fyrsti þátturinn sýndur á sunnudag.

„Þetta er eiginlega magnum opus, í raun og veru, þegar ég horfi núna á það í baksýnisspeglinum,“ segir Hrafnhildur í viðtali í Menningunni á RÚV. „Ég hóf að safna heimildum 1992 og allt fram til dagsins í dag um líf og um réttindabaráttu homma og lesbía á íslandi. Það sem keyrði mig fyrst af stað var reyndar alnæmisváin og það að svo margir af vinum mínum voru smitaðir. Þá skynjaði ég að það var eitthvað mikið að gerast, ekki bara innan okkar hóps, heldur líka hvernig þjóðfélagið var að taka okkur í meiri og meiri sátt.“

Hrafnhildur segist hafa þurft að ramma myndina inn á persónulegan hátt. „Ég þurfti einhvern veginn að ramma það inn að þetta er mín sýn og þetta er eitthvað málefni sem hefur brunnið á eigin skinni. Og þá fannst mér heiðarlegast, þó að það væri ekki beint auðvelt, að setja sjálfa mig fram og ramma efnið inn.“

Hrafnhildur segir að það hafi ekki verið góð tilhugsun, þegar hún var ung kona, að búa á Íslandi.  Samfélagið hafi verið í henglum og mikil vænisýki. „Það var mikil paranoja, fólk drakk ansi ótæpilega og ég gerði bara eins og voða margir, ég fór til útlanda og ég var í námi í Bandaríkjunum og gat séð alltaf þessar breytingar og samfélagið kannski með auga gestsins.“

Þættirnir eru fimm talsins en Hrafnhildur ákvað að gera þar að auki allt efnið sem lá til grundvallar aðgengilegt á vefnum svonafolk.is.

„Það er í raun og veru mín gjöf til þeirra sem vilja grúska í þessu og skoða og sjá vegna þess að það er náttúrulega heilmikið sem liggur í valnum vegna þess að það þurfti að klippa út úr þessum 400 klukkutímum af efni þannig að það er mikið sem mun aldrei sjást.“

Það hefur margt breyst á síðustu 40 árum, segir Hrafnhildur. „Aðferðirnar sem voru notaðar voru skynsamar vegna þess að það var ekki bara unnið á pólitíska sviðinu og þá í raun og veru með þverpólitískri sátt sem ég held að hafi verið dálítill lykill að því að þetta fór svona vel, heldur var það líka með ákveðna, svona, baráttuandinn var gleðin. Þú sérð allar þessar breytingar í þáttunum, vonandi.“

Fyrsti þáttur Svona fólks var sýndur á sunnudagskvöld á RÚV. Þátturinn er aðgengilegur í spilaranum.

Sjá nánar hér: Persónuleg heimildarmynd um réttindabaráttu

TENGT EFNI

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?