„Vasulka áhrifin“ á Nordisk Panorama

Heimildamyndin Vasulka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur verður heimsfrumsýnd á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö dagana 19.-24. september. Myndin var upphaflega sýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor og hlaut þar áhorfendaverðlaunin.

Sagafilm og Krumma Films framleiða myndina sem fjallar um vídeólistafólkið Steinu og Woody Vasulka.

Steina og Woody Vasulka eru frumkvöðlar í vídeólist. Þau hafa haft ótvíræð áhrif á þróun seinna endurreisnar tímabilsins í listum en núna eru þau í fjárhagskröggum og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fyrir tilviljun eru þau enduruppgötvuð af listaheiminum sem þau töldu sig aldrei hluta af og skjótast aftur upp á stjörnuhimininn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR