Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur, „Atelier“, valin á Karlovy Vary

Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur frá Danska kvikmyndaskólanum, stuttmyndin Atelier, hefur verið valin til þátttöku á Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary hátíðinni sem fram fram í 52. skipti í Tékklandi dagana 30. júní til 8. júlí.

Future Frames er vettvangur til að kynna nýjar kvikmyndir frá ungum og efnilegum leikstjórum sem eru nýútskrifaðir úr kvikmyndaskólum í Evrópu. Alls eru 10 leikstjórar valdir til þátttöku.

Karlovy Vary kvikmyndahátíðin er með elstu kvikmyndahátíðum í heimi og ein sú stærsta sinnar tegundar í Mið- og Austur- Evrópu.

Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow er styrkt af Creative Europe – Media áætlun Evrópusambandsins.

Sjá nánar hér: Útskriftarmynd Elsu Maríu Jakobsdóttur valin til þátttöku í Future Frames: Ten New Filmmakers to Follow á Karlovy Vary

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR