[Stikla] „Rökkur“

Björn Stefánsson í Rökkri.

Stikla hrollvekjunnar Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í haust, en hún var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar síðastliðnum.

Söguþræði er svo lýst:

Nokkrum mánuðum eftir að þeir hættu saman fær Gunnar skringilegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Hann finnur Einar í sumarbústað undir jökli, þar sem þeir takast á við fortíð sína – og þar sem andi kulnaðs sambands þeirra svífur yfir vötnum.

Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson fara með helstu hlutverk.

Erlingur skrifar einnig handrit en framleiðendur eru Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Sveinbjörnsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR