KULDI vinnur aðalverðlaun Scandi Fest í Tékklandi

Hrollvekjan Kuldi í leikstjórn Erlings Thoroddsen var valin besta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni Scandi Fest í Tékklandi á dögunum.

Kuldi var frumsýnd á Íslandi haustið 2023. Myndin byggist á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur og segir frá manni sem hefur rannsókn á áratugagömlum og dularfullum dauðsföllum sem urðu á unglingaheimili. Þegar líður á rannsóknina fer hann að gruna að atburðirnir tengist dularfullu sjálfsmorði eiginkonu hans – sem og skringilegri háttalagi táningsdóttur hans.

Erlingur skrifar einnig handrit myndarinnar. Með helstu hlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólöf Halla Jóhannesdóttir, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Mikael Kaaber, Björn Stefánsson og Álfrún Örnólfsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR