Heim Fréttir "Ég man þig" líkleg til að fá góða aðsókn en spurning með...

„Ég man þig“ líkleg til að fá góða aðsókn en spurning með blíðviðrið um opnunarhelgina

-

Sýningar á spennumyndinni Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hefjast í dag. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur og merkja má allmikla eftirvæntingu hjá almenningi gagnvart verkinu. Það er því líklegt að hún fái góða aðsókn en spurningin er hvaða áhrif fyrsta blíðviðrishelgi ársins muni hafa á opnunartölurnar.

Ætla mætti að undir eðlilegum kringumstæðum ætti myndin að opna í ca. 6-7 þúsund manns, sem er sambærilegt við til dæmis Vonarstræti en hún var frumsýnd á svipuðum tíma fyrir þremur árum (opnunartölur: 7.671 gestir – heildaraðsókn: 47.982 gestir). Hinsvegar er blíðviðri um helgi stór áhrifaþáttur og gæti temprað fyrstu tölur niður í 4-5 þúsund. Þá er einnig hugsanlegt að Eurovision hafi áhrif á vikuna sem framundan er, ekki síst ef Svölu tekst að komast í úrslitin annan laugardag.

Á hinn bóginn er ljóst að myndin hefur skírskotun til frekar breiðs aldurshóps, einnig þess yngri sem jafnan er fyrstur að drífa sig í bíó (það er rétt að taka fram að myndin er bönnuð innan 16 ára). Eldri hópar skila sér yfirleitt síðar, en hafa þarf í huga að bókin á sér marga aðdáendur í því mengi og forvitni um útkomuna á tjaldinu mun draga marga þeirra í bíó.

Það er því líklegt að myndin muni ganga vel þegar upp er staðið, ekki er fráleitt að skjóta á að hún endi í um 40-50 þúsund gestum.

En þetta kemur allt í ljós. „Nobody knows anything,“ eins og William Goldman sagði og þessar vangaveltur eru byggðar á tilfinningu og óformlegu spjalli.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.