„Lífsleikni Gillz“: Þreytandi prógramm en fínir kaflar inná milli

Tómas Valgeirsson hjá vefnum Bíófíkli fjallar um Lífsleikni Gillz sem nú gengur í kvikmyndahúsum. Hann gefur myndinni fimm stig af tíu mögulegum og segir meðal annars:

„Ég skal segja þetta um Egil. Hann er alls, alls ekki slæmur ef við erum að ræða um útgeislun á skjá og léttan sjarma (og hvað okkar stuttu samskipti varðar; ákaflega kurteis og kammó gæi). Ef hann kæmi bara ekki svona oft út eins og hann elski sjálfan sig aðeins meira en kameran gerir þá væri hægt að nota hann rétt.“

Og einnig:

„Eins töff og fylgjendur “G-Höfðingjans” telja það vera að bomba þessu í bíósali þá eru það stór mistök að mínu mati. Á undan sýningunni sem ég fór á var sýnd lengsta – grínlaust, LENGSTA – hamborgaraauglýsing veraldar, frá Fabrikunni (dö…), og hún kom út í bullandi háskerpu en þegar Lífsleiknin fór í gang var þetta eins og að spila DVD disk með árshátíðarvídeói bransaköggla, pixlað og ljótt þegar skellt er því upp á tjöld kvikmyndahússins með mest viðeigandi nafnið. Gillz-höllin hefði líklega leyft þessu að shæna ef hugmyndin hefði verið sú að búa til eitthvað bíómyndaefni frá upphafi, í bíógæðum, en nei. Þessir þættir eiga eingöngu heima á tölvuskjám eða HD sjónvörpum ef maður situr nógu langt frá. Á svoleiðis skala eru framleiðslugæðin og samsetningin meira en ágæt.“

Tómas bætir við:

„Það eru fínir kaflar þarna á milli, og því miður er hægt að kenna vanhæfum leikstjórum um færa rök fyrir því að þetta sé eitt fyndnasta íslenska efni sem hefur lengi ratað í kvikmyndahús – án þess að vera alfarið óviljandi hlægilegt, en fyrir minn ógreiddan aur eitt það vandræðalegasta til skiptana. Eins grunn og hugsunin á bakvið allt er, kemur sannleikurinn aðeins stundum í smáskömmtum.“

Sjá umsögnina í heild hér: Lífsleikni Gillz | Bíófíkill.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR