„Ástarsaga“ verðlaunuð í New Orleans

Katherine Waterston (dóttir hins kunna leikara Sam Waterston) og Walter Grímsson í Ástarsögu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttiur.
Katherine Waterston (dóttir hins kunna leikara Sam Waterston) og Walter Grímsson í Ástarsögu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttiur.

Ástarsaga, stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem ferðast hefur á fjölmargar hátíðir undanfarna mánuði við góðan orðstí, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í New Orleans sem stendur yfir dagana 10.-17. október.

Ástarsaga hefst í New York, þegar kærasti Solange – hinn íslenski Baldur – hverfur skyndilega af heimili þeirra og dúkkar svo upp í Reykjavík. Solange ákevður að elta hann, en þegar til Íslands er komið er lítið um svör. Þvert á móti tekur við enn stærri ráðgáta.

Með helstu hlutverk fara Katherine Waterston og Walter Grímsson. Ása Helga skrifar handrit og leikstýrir, Birgitta Björnsdóttir, Hlín Jóhannesdóttir og Andrew Hauser framleiða. Arnar Þórisson sá um myndatöku og auk Ásu komu Eva Lind Höskuldsdóttir og Konráð Gylfason að klippingu.

Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR