HeimEfnisorðTómas Valgeirsson

Tómas Valgeirsson

Ólöf Birna Torfadóttir: „Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

Ólöf Birna Torfadóttir sendir frá sér fyrstu bíómynd sína, Hvernig á að vera klassa drusla, þann 3. apríl næstkomandi. DV ræddi við hana um verkið og hugmyndirnar á bakvið það.

Vísir um „Andið eðlilega“: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum

"Lágstemmd og hjartnæm lítil saga sem forðast helstu klisjur og óþarft melódrama," segir Tómas Valgeirsson á Vísi um Andið eðlilega Ísoldar Uggadóttur og gefur henni fjórar stjörnur.

Fréttablaðið um „Reyni sterka“: Þrjóska, viljastyrkur og yfirnáttúruleg atorka

"Skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Reyni sterka Baldvins Z og gefur fjórar stjörnur.

Fréttablaðið um „Rökkur“: Fortíðardraugar fastir í meðalmennsku

Tómas Valgeirsson skrifar í Fréttablaðið um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen. Hann segir frammistöðu beggja leikara í burðarhlutverkum tilþrifaríka en stirð og óeðlileg samtöl dragi myndina niður. Tómas gefur Rökkri tvær stjörnur.

Fréttablaðið um „Vetrarbræður“: Gengur listilega vel upp

"Lúmskt dáleiðandi og sérviskuleg bíómynd," skrifar Tómas Valgeirsson í Fréttablaðið um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar. "Hún er ekki gerð fyrir hvern sem er en hún er vel þess virði að líta á," bætir hann við.

Fréttablaðið um „Undir trénu“: Gott að eiga góða granna

Tómas Valgeirsson skrifar í Fréttablaðið um Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og segir hana brakandi ferska kómedíu í dekkri kantinum. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Fréttablaðið um „Ég man þig“: Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur

"Samsetningin er á yfirborðinu í toppstandi og leikurinn traustur, en holótt saga og stíf samtöl draga aðeins úr kraftinum," skrifar Tómas Valgeirsson í Fréttablaðið um Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur.

Fréttablaðið um „Snjó og Salóme“: Ástarþríhyrningur, ýktar skopmyndir og gervidramatík

"Það hjakkar ekki mikið í klisjum og myndin hefur gott hjarta ásamt góðum samleik frá leikkonunum tveimur, en handritsgerð og tæknivinnsla er viðvaningsleg og tónninn í algeru tjóni," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Snjó og Salóme Sigurðar Antons Friðþjófssonar.

Fréttablaðið um „Fjallkónga“: Náttúra, kærleikur og lambakjöt

"Mikinn sjarma er oft að finna í hinu hversdagslega þegar tekst með sóma að ramma það inn, eins og gert er í Fjallkóngum", segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um þessa heimildamynd Guðmundar Bergkvist og gefur henni fjórar stjörnur.

Fréttablaðið um „Hjartastein“: Lágstemmd og heillandi þroskasaga

Tómas Valgeirsson skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Fréttablaðið og segir meðal annars: "Styrkur hennar liggur í trúverðugu handriti, flottri kvikmyndatöku og öflugum leikurum. Það er eiginlega hálfgert kraftaverk hvað unga fólkið er traust og að heildarmyndin skuli vera svona tilgerðarlaus, áreynslulaus, manneskjuleg og heillandi." Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Fréttablaðið um „Grimmd“: Grafalvarleg en áhrifalaus

"Andrúmsloftið er ágætt og leikararnir hafa miklu við að bæta en persónusköpunin er flöt, handritið gloppótt og samtölin svo stíf að heildin gliðnar í sundur," segir Tómas Valgeirsson um Grimmd Antons Sigurðssonar í Fréttablaðinu.

Fréttablaðið um „Eiðinn“: Sálfræðitryllir og hefndarsaga í fínum umbúðum

Tómas Valgeirsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í Fréttablaðið og gefur myndinni þrjár stjörnur. "Eiðurinn stendur betri verkum Baltasars nokkuð að baki og skilur í heildina ekki mikið eftir sig,", segir Tómas, "en hún er faglega gerð og mátulega spennandi."
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR