Fjöldi nýrra áhugaverðra mynda á Stockfish hátíðinni

Aki Kaurismaki.

Stockfish hátíðin hefst á morgun fimmtudag í Bíó Paradís. Opnunarmyndin er The Other Side of Hope eftir sjálfan Aki Kaurismäki sem  hlaut Silfurbjörninn á nýafstaðinni kvikmyndahátíð Berlinale fyrir bestu leikstjórn. Um 30 kvikmyndir eru sýndar á hátíðinni auk þess sem boðið er uppá fjölda viðburða þar sem kvikmyndir (og sjónvarpsefni) er reifað frá ýmsum sjónarhornum.

Mynd Kaurismaki fjallar um fyrrum farandsölumann, núverandi veitingahúsaeiganda og pókerspilara, sem vingast við hóp af flóttamönnum sem eru nýkomnir til Finnlands. Myndinni er lýst sem drama-gamanmynd sem finnur hið mannlega og húmoríska í flóttamannakrísunni í Evrópu í dag.

Heiðursgestir

Franski leikstjórinn Alain Guiraudie er þekktur fyrir kvikmyndir sem fjalla yfirleitt á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður og hefur hann m.a. unnið “Queer Palm” verðlaunin í Cannes.

Rajko Grlic er hinsvegar króatískur kvikmyndaleikstjóri sem hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og heimildamynda. Þeir báðir munu sýna þrjár myndir hvor og vera viðstaddir Q&A sýningar mynda sinna.

Sprettfiskur – stuttmyndakeppni

Allar stuttmyndirnar sem valdar voru til að taka þátt verða sýndar á hátíðinni en verðlaunaafhendingin verður þann 4. mars undir lok hátíðarinnar. Verðlaunahafinn mun vinna inneign fyrir tökugræjum frá KUKL fyrir eina milljón króna.

Umhverfisvitund á Stockfish

Hátíðin mun fókusa á myndir sem segja frá umhverfismálum heimsins í dag. Fjórar heimildamyndir verða tileinkaðar þessum verðuga málaflokki. Tvær eftir Josh Fox, Gasland og How to let go en hann komst ekki til landsins til að vera viðstaddur Q&A myndarinnar vegna ástandsins í USA út af Trump.

Hann verður hinsvegar með okkur á Skype – Andri Snær mun stjórna Q&A fyrir Josh Fox. Tvær íslenskar heimildamyndir verða sýndar, Jöklaland og Línudans. Þess má geta að heimildamyndin Línudans verður frumsýnd á hátíðinni.

Verk í vinnslu

Það eru þónokkrar íslenskar kvikmyndir og heimildamyndir í farvatninu á nýju ári. Má þar nefna nokkur alþjóðleg samvinnuverkefni eins og Vetrarbræður í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur og Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur. Heimildamyndir í vinnslu eru The Far Traveller úr smiðju Önnu D. Ólafsdóttur og Jóhanns Sigfússonar og The Meaning of life. Á síðasta ári var mini-sjónvarpsería Veru Sölvadóttur Líf eftir dauðann tekin upp en hún er nú í eftirvinnslu og verður frumsýnd á vormánuðum.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.

Dagskrárbækling má skoða hér að neðan.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR