HeimEfnisorðStockfish 2017

Stockfish 2017

Fjöldi nýrra áhugaverðra mynda á Stockfish hátíðinni

Stockfish hátíðin hefst á morgun fimmtudag í Bíó Paradís. Opnunarmyndin er The Other Side of Hope eftir sjálfan Aki Kaurismäki sem  hlaut Silfurbjörninn á nýafstaðinni kvikmyndahátíð Berlinale fyrir bestu leikstjórn. Um 30 kvikmyndir eru sýndar á hátíðinni auk þess sem boðið er uppá fjölda viðburða þar sem kvikmyndir (og sjónvarpsefni) er reifað frá ýmsum sjónarhornum.

[Stikla] Heimildamyndin „Línudans“ frumsýnd á Stockfish

Heimildamyndin Línudans eftir Ólaf Rögnvaldsson verður Íslandsfrumsýnd á Stockfish hátíðinni sem fram fer dagana 23. febrúar til 5. mars. Myndin, sem frumsýnd var á Lubeck hátíðinni s.l. haust, fjallar um baráttu bænda og landeigenda gegn lagningu Blöndulínu 3 sem Landsnet hyggst leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar, um Vatnsskarð, Skagafjörð, Öxnadalsheiði og Hörgárdal.

Stockfish hátíðin óskar eftir stuttmyndum og verkum í vinnslu

Stockfish hátíðin, sem fram fer í þriðja sinn í Bíó Paradís dagana 23.febrúar til 5. mars, óskar eftir stuttmyndum til að taka þátt í Sprettfisknum, stuttmyndaflokki hátíðarinnar. Hátíðin óskar einnig eftir umsóknum vegna flokksins Verk í vinnslu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR