Ólafur de Fleur leikstýrir hrollvekjunni „Hush“ fyrir breska og bandaríska framleiðendur

Ólafur de Fleur Jóhannesson leikstjóri.
Ólafur de Fleur Jóhannesson leikstjóri.

Ólafur de Fleur Jóhannesson mun stýra hrollvekjunni Hush fyrir breska framleiðslufyrirtækið Sigma Films og hið bandaríska Thruline Entertainment. Sophie Cookson (Kingsman: The Secret Service) fer með aðalhlutverk.

Variety skýrir frá og segir upptökur hefjast í október. Þær munu fara fram í Skotlandi.

Thruline Entertainment vinnur einnig að endurgerð eldri myndar Ólafs, Borgríkis, undir heitinu The Wild One Hundreds. Þá er Ólafur með í vinnslu vísindatryllinn Revoc eftir eigin handriti fyrir hin kunnu framleiðslufyrirtæki Mandeville Films og Summit Entertainment sem er í eigu Lion’s Gate.

Sigma Films framleiddi meðal annars Under the Skin með Scarlett Johansson í leikstjórn Jonathan Glazier.

Sjá nánar hér: Cannes: Embankment Boards Horror Film ‘Hush,’ starring ‘Kingsman’s’ Sophie Cookson

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR