Heimildamyndin „Heild“ frumsýnd 4. apríl

Rammi úr Heild.
Rammi úr Heild.

Heimildamyndin Heild verður frumsýnd í Háskólabíói þann 4. apríl næstkomandi. Þetta er náttúrustemmningsmynd í fullri lengd og án orða, þar sem Ísland er viðfangsefnið.

Pétur Kristján Guðmundsson og teymi hans við tökur á Heild.
Pétur Kristján Guðmundsson og teymi hans við tökur á Heild.

Stjórnandi myndarinnar er Pétur Kristján Guðmundsson. Hann hefur unnið að gerð myndarinnar í um þrjú ár og segir meðal annars þetta um gerð myndarinnar á vef framleiðslufyrirtækisins:

Hugmyndin var að sýna Ísland eins og það hefur aldrei sést áður, með því að byggja á mörgum þáttum „high-end“ kvikmyndatöku. Þessu var náð fram með því að mynda á þekktum og lítt þekktum stöðum víðsvegar um landið með aðferðum á borð við „motion-controlled time-lapse“, „super slow-motion“, loftmyndum og ýmsum öðrum. Með afar tímafrekri klippingu hefur verkið tekið þrjú ár, yfir 50.000 km hafa verið eknir en heildarkostnaður nemur aðeins rúmum 7 miljónum króna þar sem ég hef gert mest allt sjálfur.“

Heild posterFramleiðslufyrirtækið á bakvið myndina kallast TrailerPark Studios og að því standa, auk Péturs, Arnþór Tryggvason, Unnur María Birgisdóttir og Helgi Karl Guðmundsson. Sena dreifir myndinni.

Sjá nánar hér: HEILD | Entirety | TrailerPark Studios.

Stikla myndarinnar er hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR