Stuttmyndin „Milk and Blood“ á Slamdance

Kjartan Bjargmundsson og Guðmundur Ólafsson í Milk and Blood eftir Uglu Hauksdóttur og Markus Englmair.
Kjartan Bjargmundsson og Guðmundur Ólafsson í Milk and Blood eftir Uglu Hauksdóttur og Markus Englmair.
Ugla Hauksdóttir.
Ugla Hauksdóttir.

Stuttmyndin Milk and Blood eftir Uglu Hauksdóttur og Markus Englmair hefur verið valin á Slamdance hátíðina í Bandaríkjunum sem fram fer dagana 17.-23. janúar.. Ugla og Markus stunda bæði nám við Columbia kvikmyndaskólann í New York. Ugla framleiddi og tók myndina, saman skrifuðu þau handritið en Markus leikstýrði.

Milk and Blood fjallar um tvo mjólkurbændur, föður og son, sem líkar ekki vel hvorum við annan. Þegar mjólkurframleiðslan fer einn daginn forgörðum fer allt í háaloft og víkingaeðli feðganna tekur völdin. Myndin er tekin upp á Íslandi.

Sjá nánar hér: Vísir – Íslensk stuttmynd á virta bandaríska kvikmyndahátíð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR