Heimildamyndin „Blómgun“ um Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu til sýnis hér

Úr heimildamyndinni Blómgun eftir Hákon Má Oddsson og Guðberg Davíðsson.
Úr heimildamyndinni Blómgun eftir Hákon Má Oddsson og Guðberg Davíðsson.

Heimildamyndin Blómgun um Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu var frumsýnd á RÚV þann 5. janúar s.l. og vakti mikla athygli. Myndina gerðu Guðbergur Davíðsson hjá Ljósopi og Hákon Már Oddsson. Klippingu annaðist Anna Þóra Steinþórsdóttir.

Myndin hefur nú verið sett í Sarp RÚV og hana má sjá til 3. apríl næstkomandi hér: Kristín Gunnlaugsdóttir | RÚV.

TENGT EFNI

A SONG CALLED HATE verðlaunuð á Ítalíu

Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var í dag valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound tónlistarkvikmyndahátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, en sýningar hefjast á henni í kvöld í Háskólabíói.

Fríða Björk Ingvarsdóttir: Okkur er ekkert að vanbúnaði

Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara. Þetta kemur fram á vef RÚV.