HeimEfnisorðSilja Hauksdóttir

Silja Hauksdóttir

Jóladagatal RÚV, RANDALÍN OG MUNDI, hefst 1. desember

Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal.

Morgunblaðið um SYSTRABÖND: Vandað til verka á öllum póstum

Silja Björk Huldudóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um þáttaröðina Systrabönd (Sjónvarp Símans) og segir meðal annars: "Hér birtast okkur m.a. breyskar konur sem auðveldlega má hafa samúð með á sama tíma og gjörðir þeirra eru fordæmdar." Athugið að spilliefni er að finna í umsögninni.

Fréttablaðið um SYSTRABÖND: Kvenlegur harmleikur

"Öflugar leik­konur fara á kostum í sér­lega bita­stæðum hlut­verkum í þátta­röðinni Systra­bönd sem kallar á hám­horf þar sem for­vitni um af­drif per­sóna vegur þyngra en undir­liggjandi spennan í kringum glæpinn sem keyrir at­burða­rásina á­fram," skrifar Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðið.

Mikil líkindi sögð með leikriti og þáttaröð: Tvö ólík verk segir leikstjóri þáttaraðarinnar, spark í magann segir leikskáldið

Kristín Eiríksdóttir rithöfundur og leikskáld flutti í gær pistil í Viðsjá á Rás 1 þar sem hún lýsir því að það hafi verið sem spark í maga að komast að því að þáttaröðin Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory.

Lestin um SYSTRABÖND: Brothættur og blákaldur raunveruleiki

„Vönduð persónusköpun yfirgnæfir brostnar væntingar til sögufléttunnar og áhorfendur sogast inn í virkni kvennanna, sem afhjúpar þær bæði sem breyskar og skeikular á sama tíma og þær reyna að bæta fyrir syndir sínar,“ segir Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um þáttaröðina Systrabönd.

Sagafilm undirbýr þáttaröðina SYSTRABÖND í samvinnu við Símann, Sky Studios, NBCU og  NENT

Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.

Morgunblaðið um „Agnesi Joy“: Horft yfir flóann

"Afar skemmtileg kvikmynd sem fjallar á djúpviturlegan, fallegan og sprenghlægilegan hátt um uppvöxt, eftirsjá og fjölskyldusambönd," segir Brynja Hjálmsdóttir meðal annars í umsögn sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur í Morgunblaðinu. Brynja gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu.

Fréttablaðið um „Agnesi Joy“: Sálar­háski hvers­­dags­­leikans

"Of­boðs­lega góð kvik­mynd. Ein­föld og lát­laus en samt svo yfir­þyrmandi víð­feðm og djúp að mann skortir eigin­lega orð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í fimm stjörnu dómi í Fréttablaðinu um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.

Menningin um „Agnesi Joy“: Ekki snöggan blett að finna

„Einstaklega vel leikin kvikmynd og samleikur helstu leikara svo hárfínn og vandaður að söguefniviðurinn fær hreinlega vængi,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi Menningarinnar á RÚV í umfjöllun sinni um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.

„Agnes Joy“ heimsfrumsýnd á Busan hátíðinni

Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur og Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verða sýndar á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Busan í Suður Kóreu sem fer fram dagana 3.–12. október. Báðar myndirnar munu taka þátt í World Cinema hluta hátíðarinnar.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

Silja Hauksdóttir: Mikilvægt að ólíkar raddir heyrist

Silja Hauksdóttir leikstjóri er í viðtali við Fréttablaðið/Vísi og ræðir m.a. um ferilinn, verkefnin framundan og mikilvægi fjölbreyttrar sagnagerðar í kvikmyndum og sjónvarpi.

Friðrik Þór kjörinn formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra

Á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) sem fram fór s.l. föstudagskvöld var Friðrik Þór Friðriksson kjörinn formaður samtakanna. Ragnar Bragason, sem verið hefur formaður síðastliðin fjögur ár, fór úr stjórn og í stað hans kom Ísold Uggadóttir. Að öðru leyti er stjórn óbreytt frá því sem var. Hana skipa því auk Friðriks og Ísoldar, Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Silja Hauksdóttir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR