HeimEfnisorðRIFF 2021

RIFF 2021

Framleiðendur fara yfir stöðuna á Bransadögum RIFF

Á bransadögum RIFF var einn dagurinn tileinkaður framleiðendum. Hér má horfa á upptöku frá þessu spjalli sem stýrt var af kvikmyndablaðamanninum Wendy Mitchell.

Fjöldi gesta og spennandi viðburða á Bransadögum RIFF

Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast miðvikudaginn 6. október í Norræna húsinu og standa til 9. október.  

Mia Hansen-Løve og Joachim Trier heiðursgestir RIFF í ár

Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi hljóta heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir framúrskarandi listræna sýn. Verðlaunin verða afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á setningardegi RIFF þann 30. september. Sama dag verða þau með meistaraspjall í Gamla bíói við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Hafstein Gunnar Sigurðsson, sem er öllum opið.

WOLKA, síðasta kvikmynd Árna Ólafs Ásgeirssonar, Íslandsfrumsýnd á RIFF

Wolka, síðasta mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári, verður Íslandsfrumsýnd sem opnunarmynd Icelandic Panorama á RIFF þann 6. október í Bíó Paradís.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR