HeimEfnisorðMarteinn Þórsson

Marteinn Þórsson

ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM fær tvenn verðlaun í Vín

Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson hlaut tvenn verðlaun á Vienna Independent Film Festival sem lauk s.l. fimmtudag. Myndin var valin besta kvikmyndin og handrit Guðmundar Óskarssonar var valið besta handritið.

Lestin um ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM: Með hjartað á réttum stað

"Þröngur rammi myndarinnar gerir að verkum að áherslan er öll á persónurnar og þær eru báðar grípandi og vel leiknar," segir Gunnar Theódór Eggertsson meðal annars í Lestinni á Rás 1 um Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson.

Morgunblaðið um ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM: Hamingjan er Hveragerðiskrútt

"Fráhvarf frá fyrri verkum leikstjórans og færir tráma og fjölskylduharm inn í hlýjan yl Hveragerðiskrúttsins en vandasamt er ná slíkri blöndu réttri," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðið um Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson.

ÞORPIÐ Í BAKGARÐINUM frumsýnd

Þorpið í bakgarðinum eftir Martein Þórsson er frumsýnd í dag. Guðmundur Óskarsson skrifar handrit og framleiðir ásamt Marteini. Laufey Elíasdóttir og breski leikarinn Tim Plester fara með aðalhlutverk.

„Una“ Marteins Þórssonar fær vilyrði frá KMÍ

Nýtt verkefni Marteins Þórssonar, bíómyndin Una (Recurrence), hefur fengið 110 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði. Marteinn skrifar handritið ásamt Óttari Norðfjörð.

„Protos“, handrit Marteins Þórssonar, kynnt á B’EST framleiðendavinnustofunni

Handrit vísindatryllisins Protos eftir Martein Þórsson hefur verið valið til kynningar á B'EST (Baltic East by West Producers’ Workshop), vinnustofu á vegum EAVE samtakanna sem höndla með verkefnaþróun og samstarf milli evrópskra framleiðenda. Verkefnið hefur áður hlotið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð.

Saga | Dagsljós fjallar um „Citizen Kane“ og klám

Klapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám? Við sögu koma Þorfinnur Ómarsson, Sigurður Valgeirsson, Oddný Sen, Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson, Sigurbjörn Aðalsteinsson og fleiri.

Viðhorf | Hver fær Edduna fyrir bíómynd ársins?

Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.

Tenderlee kaupir réttinn að bók Árna Þórarinssonar „Glæpurinn – ástarsaga“

Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee Motion Pictures Company í eigu Marteins Þórssonar hefur tryggt sér kvikmyndarétt skáldsögunnar Glæpurinn – ástarsaga eftir Árna Þórarinsson.

Cinemavault selur „XL“

Kanadíska sölufyrirtækið Cinemavault hafið samið um alheimssölurétt á kvikmynd Marteins Þórssonar XL. Fyrrtækið mun kynna myndina á Evrópska kvikmyndamarkaðinum á komandi Berlínarhátíð og einnig á öðrum væntanlegum hátíðum.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

Marteinn skapar án leyfis

"Ég vil gera myndir án þess að þurfa að fá til þess eitthvert sérstakt leyfi frá pólitíkusum eða kvikmyndaráðgjöfum. Maður á að geta skapað án þess að fá eitthvert sérstakt leyfi til þess,“ segir Marteinn Þórsson sem vinnur nýja mynd án styrkja og handrits.

Streams: evrópsk kvikmyndahátíð á netinu hefst í dag á Icelandic Cinema Online

Í dag hefst Streams, evrópsk kvikmyndahátíð á netinu. Hátíðin er samtímis í 9 löndum og haldin hér á landi í fyrsta skipti. Hægt að horfa á myndir hátíðarinnar á Icelandic Cinema Online frá 15. nóvember til 15. desember.

„XL“ dreift á Hulu

XL eftir Martein Þórsson hefur verið tekin til sýninga á kvikmyndavefnum Hulu. Hulu er því miður ekki aðgengilegt hér á landi. Lesa má frekar...

„XL“ fær afbragðs viðtökur í Calgary

Mario Trono hjá CBC News í Kanada skrifar um XL Marteins Þórssonar, sem nútekur þátt í kvikmyndahátíðinni í Calgary. "Fyrir áhættusækna bíóáhugamenn sem vilja...

XL fer hátíðarúntinn

XL, kvikmynd Marteins Þórssonar, fer á margar hátíðir nú í haust í kjölfar verðlauna sem myndin hlaut á Karlovy Vary hátíðinni í sumar. Sjá...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR