Marteinn skapar án leyfis

Marteinn Þórsson.
Marteinn Þórsson.

Marteinn Þórsson ræðir nýtt verkefni sitt, Á morgun verðum við eitt, við Vísi.

Fram kemur að hann hafi engan pening og ekkert handrit en muni vinna myndina í frítíma sínum og að tökur muni líklega standa í eitt til þrjú ár. Marteinn er með Facebook-síðu þar sem hann lætur fólk vita að hann vilji taka upp þennan og þennan dag, og þeir sem eru lausir skrá sig. Hann tekur fram að þetta sé aðeins ein aðferð af mörgum til að gera kvikmynd og bætir við:

„Við eigum að hafa augun opin fyrir þessari tegund kvikmyndagerðar. Mér finnst að Kvikmyndamiðstöð í samvinnu við Ríkisútvarpið eigi að búa til sérstakan flokk kvikmynda með kostnað upp á fjörutíu til sextíu milljónir, kannski þrjár til fjórar myndir á ári, sem kvikmyndaleikstjórar fá til að spreyta sig á nýjum hugmyndum. Það væri tiltölulega lítil fjárfesting sem myndi skapa mikla fjölbreytni.“

Sjá nánar hér: Vísir – Skapar án leyfis.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR