Heim Bíó Paradís "Borgman" og "A Lizard in a Woman's Skin" í Bíó Paradís

„Borgman“ og „A Lizard in a Woman’s Skin“ í Bíó Paradís

-

Nýtt ár í Bíó Paradís byrjar af krafti með Filth eftir sögu Irvine Welsh, með James McAvoy í aðalhlutverki og Alan Partridge: Alpha Papa þar sem grínarinn Steve Coogan lætur gamminn geysa í skrautlegri kómedíu sem sló í gegn í Bretlandi í haust. Þá sýndu Svartir sunnudagar Stalker Tarkovskys á fyrsta sunnudegi nýs árs fyrir fullu húsi og eðlilega voru gagnrýnendur upprifnir.

Föstudaginn 10. janúar frumsýnir bíóið Borgman, framlag Hollendinga til Óskarsins í ár. Borgman birtist einn daginn, í heldri manna hverfum Hollands, og bankar upp á hjá ríkri fjölskyldu. Smám saman breytir hann lífi fjölskyldunnar í sálfræðilega martröð. Myndin var einnig tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013.

Svartir sunnudagar sýna næsta sunnudagskvöld ítölsku giallo myndina A Lizard in a Woman’s Skin eftir Lucio Fulci frá 1971.  Í myndinni fylgjumst við með Carol Hammond (Florinda Bolkan), dóttur vel þekkts pólitíkuss, sem dreymir hryllilegar martraðir um orgíur, kynlíf og LSD vímu. Í einum draumnum fremur hún morð og þegar hún vaknar af draumnum sætir hún rannsókn lögreglunnar vegna gruns um morð á nágranna sínum.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.