„Borgman“ og „A Lizard in a Woman’s Skin“ í Bíó Paradís

Nýtt ár í Bíó Paradís byrjar af krafti með Filth eftir sögu Irvine Welsh, með James McAvoy í aðalhlutverki og Alan Partridge: Alpha Papa þar sem grínarinn Steve Coogan lætur gamminn geysa í skrautlegri kómedíu sem sló í gegn í Bretlandi í haust. Þá sýndu Svartir sunnudagar Stalker Tarkovskys á fyrsta sunnudegi nýs árs fyrir fullu húsi og eðlilega voru gagnrýnendur upprifnir.

Föstudaginn 10. janúar frumsýnir bíóið Borgman, framlag Hollendinga til Óskarsins í ár. Borgman birtist einn daginn, í heldri manna hverfum Hollands, og bankar upp á hjá ríkri fjölskyldu. Smám saman breytir hann lífi fjölskyldunnar í sálfræðilega martröð. Myndin var einnig tilnefnd til Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2013.

Svartir sunnudagar sýna næsta sunnudagskvöld ítölsku giallo myndina A Lizard in a Woman’s Skin eftir Lucio Fulci frá 1971.  Í myndinni fylgjumst við með Carol Hammond (Florinda Bolkan), dóttur vel þekkts pólitíkuss, sem dreymir hryllilegar martraðir um orgíur, kynlíf og LSD vímu. Í einum draumnum fremur hún morð og þegar hún vaknar af draumnum sætir hún rannsókn lögreglunnar vegna gruns um morð á nágranna sínum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR