Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður, var valin besta erlenda stuttmyndin á Real Time Film Festival í Nígeríu á dögunum. Myndin kom út fyrir fjórum árum og hefur nú unnið til alls 48 alþjóðlegra verðlauna, þar á meðal hlaut hún dómnefndarverðlaun á Cannes hátíðinni 2013.
Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.
Stuttmyndir Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður og Ártún, halda áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum heimsins. Hvalfjörður var á dögunum valin besta leikna myndin á Zoom – Zblizenia kvikmyndahátíðinni í Jelenia Gora í Póllandi og Ártún besta leikna stuttmyndin á Mediawave kvikmyndahátíðinni í Komárom í Ungverjalandi.
2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Stuttmyndir Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Ártún og Hvalfjörður, fengu nokkur verðlaun til viðbótar undir lok ársins og Hrútar Gríms Hákonarsonar pikkaði upp ein í viðbót.
Klapptré voru að berast nýjar upplýsingar frá framleiðanda stuttmyndar Guðmunar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður. Í ljós kemur að myndin hefur unnið til 26 verðlauna á árinu en ekki aðeins þeirra sex sem áður hafði verið sagt frá. Heildarfjöldi alþjóðlegra verðlauna sem íslenskar kvikmyndir hafa hlotið það sem af er árinu er því alls 64 en til samanburðar hlutu þær alls 34 alþjóðleg verðlaun á síðasta ári.
Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum og nálgast þau nú þriðja tuginn. Myndin hlaut um síðustu helgi Val del Omar verðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu stuttmynd á Festival Internacional de Jóvenes Realizadores (FIJR) sem fram fór í Granada á Spáni. Hún var einnig sömu helgi valin besta stuttmyndin á Festival de Cine de Santander í Cantabria í norðurhluta Spánar.
Hvalfjörður er enn að moka inn verðlaunum, tveimur árum eftir frumsýningu og nú tvenn; í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Ártún, er einnig á verðlauna- og hátíðarúntinum en fyrsta mynd hans í fullri lengd, Hjartasteinn, verður tekin upp síðsumars. Þá má og geta þess að stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var að vinna sín fjórðu alþjóðlegu verðlaun og nú fyrir handrit á Tel Aviv International Student Film Festival.
Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, er enn að vinna verðlaun á alþjóðlegum hátíðum og eru þau nú orðin 18 talsins.
Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
Ida eftir pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski hlýtur flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, sem tilkynntar voru í dag. Myndin fær alls fimm tilnefningar. Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd í flokki stuttmynda, en það hafði áður verið tilkynnt.
Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
Alls hlutu íslenskar kvikmyndir 33 verðlaun á alþjóðlegum hátíðum 2013, þar á meðal á stórum hátíðum á borð við Cannes, Karlovy Vary, San Sebastian og Tokyo. Hross í oss og Hvalfjörður leiða fríðan flokk.