spot_img

„Ida“ með flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna; „Hvalfjörður“ tilnefnd í flokki stuttmynda

ida-002Ida eftir pólska leikstjórann Pawel Pawlikowski hlýtur flestar tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, sem tilkynntar voru í dag. Myndin fær alls fimm tilnefningar. Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd í flokki stuttmynda, en það hafði áður verið tilkynnt.

Ida er tilnefnd sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit og einnig hlýtur hún tvær tilnefningar fyrir leikkonur.

Myndin gerist á sjöunda áraug síðustu aldar og segir frá Önnu, munaðarlausri stúlku sem alist hefur upp í klaustri í Póllandi. Þegar til stendur að hún gangi formlega til liðs við nunnurnar biður abbadísin hana að hitta frænku sína, síðasta eftirlifandi ættingja sinn. Stefnumót þeirra sviptir hulunni af skelfilegu leyndarmáli í fjölskyldunni sem báðar konurnar verða að horfast í augu við.

Leviathan eftir rússneska leikstjórann Andrei Zvyagintsev fylgir fast á eftir með fjórar tilnefningar fyrir kvikmynd ársins, leikstjórn, handrit og leikara. Þrjár aðrar myndir fá þrjár tilnefningar; Nymphomaniac eftir Lars von Trier, Winter Sleep eftir Nuri Bilge Ceylan (hlaut Gullpálmann á Cannes í vor) og Locke eftir Steven Knight.

Turist eftir Ruben Östlund, Two Days, One Night  eftir þá Jean-Pierre & Luc Dardenne og Human Capital eftir Paolo Virzì hljóta tvær tilnefningar hver.

Afhending Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fer fram í Riga í Lettlandi þann 13. desember næstkomandi.

Þess má geta að sýningar standa nú yfir í Bíó Paradís á Turist og Leviathan, en áður hafði Háskólabíó sýnt Nymphomaniac. Þá er Winter Sleep væntanleg undir lok árs í Bíó Paradís.

Heildarlista tilnefninga má sjá hér fyrir neðan:

KVIKMYND ÁRSINS
Force Majeure (Turist)
Ida
Leviathan
Nymphomaniac Director’s Cut Volume I & II
Winter Sleep

GAMANMYND ÁRSINS
Carmina y amén, Paco León
Le weekend, Roger Michell
The Mafia Kills Only in the Summer, Pierfrancesco Diliberto

LEIKSTJÓRN
Nuri Bilge Ceylan, Winter Sleep
Steven Knight, Locke
Ruben Östlund, Force Majeure (Turist)
Pawel Pawlikowski, Ida
Paolo Virzì, Human Capital
Andrei Zvyagintsev, Leviathan

LEIKKONA
Marián Álvarez, Wounded
Valeria Bruni Tedeschi, The Human Capital
Marion Cotillard, Two Days, One Night
Charlotte Gainsbourg, Nymphomaniac
Agata Kulesza, Ida
Agata Trzebuchowska, Ida

LEIKARI
Brendan Gleeson, Calvary
Tom Hardy, Locke
Aleksei Serebryakov, Leviathan
Stellan Skarsgard, Nymphomaniac
Timothy Spall, Mr Turner

HANDRIT
Ebru Ceylan & Nuri Bilge Ceylan, Winter Sleep
Jean-Pierre & Luc Dardenne, Two Days, One Night
Steven Knight, Locke
Oleg Negin & Andrei Zvyagintsev, Leviathan
Pawel Pawlikowski & Rebecca Lenkiewicz, Ida

KVIKMYNDATAKA
Lukasz Zal & Ryszard Lenczewski, Ida

KLIPPING
Justine Wright, Locke

LEIKMYND
Claus-Rudolf Amler, The Dark Valley

BÚNINGAR
Natascha Curtius-Noss, The Dark Valley

TÓNLIST
Mica Levi, Under The Skin

HLJÓÐHÖNNUN
Joakim Sundström, Starred Up

UPPGÖTVUN ÁRSINS – FIPRESCI VERÐLAUNIN
10,000 Km (Long Distance) Carlos Marques-Marcet
’71, Yann Demange
Party Girl, Marie Amachoukeli, Claire Burger og Samuel Theis
The Tribe, Myroslav Slaboshpytskiy
Wounded, Fernando Franco

HEIMILDAMYND
Just the Right Amount of Violence, Jon Bang Carlsen
Master of the Universe, Marc Bauder
Of Men and War, Laurent Bécue-Renard
Sacro GRA, Gianfranco Rosi
Waiting for August, Teodora Ana Mihai
We Come as Friends, Hubert Sauper

HREYFIMYND
Jack and The Cuckoo Clock Heart, Mathias Malzieu and Stéphane Berla
Minuscule – Valley of the Lost Ants, Thomas Szabo and Helene Giraud
The Art of Happiness, Alessandro Rak

Sjá nánar hér: Ida tops European Film Awards nominations – Cineuropa.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR