HeimEfnisorðFangar

Fangar

Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

„Fangar“ með flestar Eddur

Þáttaröðin Fangar hlaut alls tíu Eddur á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gærkvöldi. Bíómyndin Undir trénu hlaut sjö Eddur. Guðný Halldórsdóttir hlaut heiðursverðlaun ÍKSA og konur í kvikmyndagerð fylktu liði undir merkinu #Égerhér.

„Fangar“ sýnd á AMC

Þáttaröðin Fangar verður sýnd á kapalstöðinni AMC í Bandaríkjunum, Bretlandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu. Þetta kemur fram á Facebook síðu myndarinnar en gengið var frá samningum á ný yfirstaðinni Berlínarhátíð.

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

„Fangar“ tilnefnd til Prix Europa verðlaunanna

Þáttaröðin Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar er tilnefnd til Prix Europa sjónvarpsverðlaunanna í flokki leikins efnis. Alls eru 24 þáttaraðir tilnefndar, þar á meðal Bedrag frá Danmörku sem áhorfendur hér þekkja.

True North kynnir næstu verkefni í Berlín; „Slóð fiðrildanna“, tvær spennuseríur og huldufólkshrollvekju

True North kynnir næstu verkefni á yfirstandandi Berlínarhátíð. Þeirra á meðal eru bíómynd eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Slóð fiðrildanna, sakamálasería byggð á bókum Stefáns Mána og þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík. ScreenDaily skýrir frá.

X-faktorinn í íslensku sjónvarpsefni

Morgunblaðið fjallar um leikið íslenskt sjónvarpsefni og möguleika þess á alþjóðlegum markaði. Rætt er við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra RÚV og Davíð Óskar Ólafsson framleiðanda Fanga um stöðuna og horfur framundan.

Kolbrún Bergþórsdóttir hjá DV um „Fanga“: Sigur leikkvenna

"Það eru sérstaklega leikkonunurnar sem skína á skjánum. Þær gefa allt í hlutverk sín og skapa einkar minnisstæðar persónur", segir Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV um þáttaröðina Fanga.

50% áhorf á lokaþátt „Fanga“

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá RÚV var meðaláhorf á lokaþátt Fanga um 50%. RÚV gerir ráð fyrir að heildaráhorf verði í kringum 60% þegar hliðrað áhorf (Frelsi og Sarpur) liggur fyrir. Þættirnir eru aðgengilegir á Sarpinum til og með 7. mars næstkomandi.

Guðmundur Andri Thorsson um „Fanga“: Sem sagt gott

"Því að hvað sem líður því sem kann að vera of eða van í þáttunum þá skiptir það ekki máli hjá hinu, að áhöfninni á bak við þessa þætti hefur tekist að búa til mannlíf handa okkur að fylgjast með og lifa okkur inn í – og spegla okkur í," segir Guðmundur Andri Thorsson um þáttaröðina Fanga í Fréttablaðinu. Sýningum lauk í gærkvöldi.

Fínt áhorf á „Fanga“

Samkvæmt áhorfsmælingum Gallup var meðaláhorf á fyrsta þátt Fanga, sem sýndur var þann 1. janúar, 48,7%. Hærra meðaláhorf var á annan þátt en hliðrað áhorf liggur ekki fyrir.

„Hjartasteinn“ og „Fangar“ í keppni í Gautaborg

Fjöldi íslenskra kvikmynda verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem fer fram dagana 27. janúar til 6. febrúar. Gautaborgarhátíðin er nú haldin í 40. sinn og er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Verkin eru sex talsins; kvikmyndirnar Hjartasteinn, Rökkur og Sundáhrifin, sjónvarpsþáttaröðin Fangar og stuttmyndirnar Ungar og Ljósöld

„Fangar“ tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna

Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna fyrir handrit þáttaraðarinnar Fanga, sem veitt verða á Gautaborgarhátíðinni í febrúarbyrjun. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn stendur að verðlaununum.

Margrét Örnólfsdóttir í viðtali: Framtíðin er í sjónvarpinu

Margrét Örnólfsdóttir er einn handritshöfunda þáttaraðarinnar Fanga sem frumsýnd verður á RÚV 1. janúar. Fréttatíminn ræðir við hana um vinsældir og möguleika leikins íslensks sjónvarpsefnis á heimsvísu, hvernig það er að vera kona í karllægum kvikmyndageiranum og um staðalmyndir kvenna í íslenskum kvikmyndum sem hún, ásamt fleirum, vinnur að því að breyta.

Rætt við aðstandendur „Fanga“

Menningin á RÚV ræddi við Ragnar Bragason, Unni Ösp Stefánsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttir, helstu aðstandendur þáttaraðarinnar Fanga, sem hefst á nýársdag á RÚV.

Þessar bíómyndir og leiknu þáttaraðir eru væntanlegar á næstu misserum

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.

Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Sjónvarpsþáttaröðin „Fangar“ í tökur á næsta ári

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR